Jörð - 01.02.1940, Blaðsíða 41

Jörð - 01.02.1940, Blaðsíða 41
Við Miðjarðarhafið i. Vi8 MiðjarÖarhafiÖ mókir hin hvíta borg meS marmaratröppur og ótrúlegt fólk og blóm. Og ég reikaði sæll um sólbjört, glitrandi torg, — sæll eins og fermingardrengur á nýjum skóm. Ég dáÖist a8 því, hve ástúð lífsins var trú því öllu, sem hjarta míns vor sínum draumi kaus. Og sólin var heit og sál mín var klökk og bljúg, — sál mín var klökk og bljúg og ístöðulaus. En inni í garðinum róslitað rökkur hneig frá rismiklum pálmum, sem hófust í þaggandi blæ. Og þúsund ára angan úr sandinum steig frá urtum og víni, sem tíminn kastaði’ á glæ. II. Og tíminn leið og sál mína bar með sér, og sál mín beið þess áhyggjulaus og hljóð, sem heilagur andi hvislaði’ í eyra mér og hentað gæti þjóðinni minni í ljóÖ! Því himnarnir skráðu sitt andríki á iDlóm og blað og mitt barnslega hjarta fylltist af þakkargjörð. Þá birtist sem leiftur úr lundinum handan að ein af lausavísum Drottins á þessari jörð. Og sjá! Ég skynjaði inntak hins eilífa ljóðs, sem ódauðleikans glóð undir vængjum ber, því draumar liðinna kynslóða kvöddu sér hljóðs og kröfðust að fá að lifa í brjósti mér. Og aldrei síðan hjarta mitt hóf að slá jafn himnesk vitneskja sál mína valdi tók, hve okkar ljóð eru lítil við hliðina á hinum leyndardómsfulla skáldskap i Drottins bók. Tómas Guðmundsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Jörð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jörð
https://timarit.is/publication/467

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.