Jörð - 01.02.1940, Blaðsíða 66
Þrettándadagsh ug leiði ng
ENN á ný hefir Betlehemsstjarnan skiniÖ — í skýjarofi svart-
nættis. Enn sem komið er, hefir alltaf rofaÖ til fyrir þeirri
stjörnu, hversu þykkt sem skýjaþykknið hefir verið. En
hvað má ein stjarna, þó að skær sé, á heilum niðdimmum nætur-
himni? Það er von, að margur efist — um mátt Jesú Krists
gagnvart botnlausu myrkri mannkynsmeinanna. Hvað á sá að gera,
sem þráir að trúa, en getur ekki? Fara að dæmi Jóhannesar skír-
ara í myrkvastofunni. Hann sneri sér til Jesú sjálfs með fyrir-
spurn: „Ert þú sá, sem koma á?“ Ef þú finnur til örlagaþunga
spurningarinnar um Jesú — far þá rakleitt til hans í huganum
og berðu Jóhannesar-spurninguna upp fyrir honum. Þú manst,
hverju hann svaraði Jóhannesi: hann benti á verk sín: allskonar
lækningar og fagnaðarboðskap, er nær til allra: hver skyldi þess
umkominn, að veita lífinu slikt brautargengi ?!
Síðan þetta gerðist, er liðinn langur tími — þér finnst kannski
svarið hljóti að hafa úrelzt, þó að í öndverðu hafi satt verið.
Slíkt er óhugsanlegt. Meira að segja hefir svarið unnið í gildi
við 19 alda reynd. Blindni og böl þessa tíma afsanna það ekki.
Þvert á móti. Hörmungar vorra daga sýna einmitt, hvernig það
gefst, hversu mikil sem „menningin" er,- að ætla sér að komast
af án Jesú Krists. Þar sem aðferðum hans hefir verið beitt í
trú, þar hefir ekki staðið á árangri: döfnun lífsins.
„Verkin tala“ — það er sjálft kjörorð vors eigin tíma! „Verk-
in tala“, segja Stalin og Hitler. En verk Jesú eru: mögnun og
göfgun lífsins í öllum þess myndum. Hversu það eitt er samboð-
ið mannlegri virðingu, að lúta og fylgja slikum foringja! Hann
gerir þig að sönnum manni — hann „mannssonurinn“ — með
því að kenna þér að þekkja sjálfan þig-sem barn. Hvað
ætli þú sért á móti hinni stóru, torskildu, ógurlegu tilveru ann-
að en lítið barn?! Barnsviðhorfið kernur þér í afstöðu vaxtarins.
Börn eru frjálsleg. Barnsviðhorfið gerir þig frjálsan. Börn eiga
pabba og mömmu. Barnsviðhorfið gefur þér Guð.
Það eru djúp tákn í hátíð barnsins og nýársguðspjallinu —
sannindi, sem aldrei verða tæmd, heldur sannast að vera meiri
og auðugri, því meir sem könnuð eru. „Ég er korninn til þess,
að þeir hafi líf og hafi nægtir.“ —• Þegar mennirnir hafa lært að
þekkja sjálfa sig sem guðsbörn, þá skilst þeim, að þeir eru bræður
og systur----og „erfingjar allra hluta“.
64
JORÐ