Jörð - 01.02.1940, Blaðsíða 34

Jörð - 01.02.1940, Blaðsíða 34
Finnar voru eina þjóðin, sem voru þess fullvisir, að aðdáuuin á rúss- neska hernum var byggð á fölskum forsendum. Það er fróðlegt að geía því gaum, sem einhver heí/ti her- varnafræðingur Finna segir um þetta, og tilfæri eg þvi örsuttan kafla cft- ir hann: Það er dálitið eftirtektarvert fyrirbæri, að Sviar og Finnar lita alveg ólíkum augum á Rússa og vig- búnað þeirra. Svíar eru enn að miklu leyti í huga sinum skorðaðir við fyrsta tug 19. aldarinnar. Af því leið- ir, að enn situr í þeim sú óttablandna virðing, sem þeir fengu fyrst fyrir Rússum i Norðurlandaófriðnum mikla, og náði hámarki sínu 1808—09, þegar Svíar misstu Finnland. Um okkur Finna er það aftur á móti að segja, að við allnána sambúð við Rússa í heila öld, fengum við hina mestu fyrirlitningu á þvi, sem þeir höfðu afkastað á öllum hagrænum og verkfræðilegum sviðum, og ekki sízt hernaðarlegum. Þessi fyrirlitning okkar gekk að visu töluvert úr hófi, en varð þá líka til þess að blása okkur þeirn styrk i brjóst í stjórnar- skrár- og frelsisbaráttu okkar, að aldrei verður metið. Það mun al- mennt vera álitið erlendis, að Sovjet- herinn rússneski sé öflugri en rúss- neski herinn var á dögum zarsins, en við Finnar erum þeirrar skoðunar, að með öllum sinum miklu göllum, hafi liann þó tekið sovjethernum fram. Sérstaklega erum við sannfærð- ir um, að rússneski herinn sé nú hvorki svo á vegi staddur um útbún- að eða þjálfun, sem ákjósanlegt sé í vetrarherferð fyrir norðan 60. breidd- arstig." ANNIG var þá statt um mán- aðamótin nóv. og dez. 1939, að á mátt Finna og megin trúðu engir nema þeir sjálfir, en um öll Norður- lönd mátti segja að sætu dauðhnípn- ir menn i hjarta, hver í sinu horni, þótt þeir stilltu sig um sem bezt, að láta æðru til sin heyra. En eftir mánuð höfðu Finnar réttlætt mat sitt á sér og andstæðingum sinum. Þeir höfðu, þótt þeir kannske ættu eftir að lúta í lægra haldi, þvegið 32 skrumfarðann af rússneska risanum með hans eigin blóði; þeir höfðu sannað, að Rússar voru algerlega varbúnir til skyndisigurs, bæði i lofti, á láði og legi, að hermenn þeirra voru að vísu röskir menn, en illa búnir og ráðlauslega stjórnað. Og þeir höfðu gert meira, Finnarnir. Þeir höfðu, í þyngstu raunum, sem á þjóð og menn verða lagðar, hiklaust mætt ofureflinu, og með yfirlætislausri festu komið því svo oft á kné, að með því voru þeir búnir að stappa stáli í sjálfsvitund allra smáþjóða, nú og um ófyrirsjáanlegan tima, og um leið sannað stórveldunum, að lit- ill bróðir getur verið ómetanlegur bandamaður í hernaði, ekki síður en i menningarlegum viðskiptum. Með nýju ári komu breytt viðhorf hvar- vetna í ljós: Mr. Chamberlain, sem á prúðmann- legan hátt, en án nokkurrar minnstu skuldbindingar, harmaði einlæglega i neðri málstofunni, 30: nóv., þá óverð- skulduðu skelfingu, sem veikburða nágranni hefði ratað í, svaraði nú, á nýársdag, beiðni M. Avenol, aðal- ritara Þjóðabandalagsins, um hjálp handa Finnum, á þá leið, að brezka stjórnin myndi, undir eins og hún kæmi þvi við, senda það, sem hún gæti af hergögnum og mönnum, tii Finnlands. Stjórnarvöld Noregs og Sviþjóðar svara nú aðfinnslum Rússa um hlut- leysisbrot vegna hjálpsemi við Finna, svo fullum hálsi, sem mögulegt er í samræmi við alþjóðlega kurteisi í stjórnmálaviðskiptum. Hinn nýi ut- anríkismálaráðherra Svia, Gúnther, telur afdráttarlaust fram ástæðurnar fyrir því, að öll sænska þjóðin hafi innilegustu samúð með Finnum; bendir á, að slik samúð hljóti að koma í ljós í sænskum blöðum, sem hafi víðtækt prentfrelsi, samkvæmt stjórnarskránni. Sovjetstjórnin ýki tölu sænskra sjálfboðaliða, er sé ann- ars heimilt að bjóða þjónustu sína livar sem vill, samkv. aljtjóðareglum; og um vörukaup og sölu til Finn- lands og flutninga, bæði frá og um Svíþjóð, sé líka farið eftir alþjóða- lögum, og hafi stjórnin ekki í hug að breyta neinu um það. JÖRD
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Jörð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jörð
https://timarit.is/publication/467

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.