Jörð - 01.02.1940, Blaðsíða 50
0 er orðið mál að taka til
við áœtlunina fyrir garð-
rœkt heimilisins nœsta sumar. Og
nú skulum vér trúa ySur fyrir
nokkuru, sem vér höfum eigin-
reynd fyrir: Það má leikandi
lifa aðallega á görðunum 4—6
mánu'Öi af árinu — hafi maður
nœgilcga mjólk með. 1 Englandi
er það nú eitthvert helzta um-
ræðuefni mánaðarritanna, (sem
þar í landi eru álíka mikið lesin
og pólitísku blöðin hér), að koma
hverju einasta heimili þar, til að
framleiða sjálft garðávexti í
þeim stíl, að þess gæti verulega
í minnkaðri innflutningsþörf
þjóðarinnar á matvælum. Það er
nákvæmlega sama þörfin og ríkir
með oss, þó að ekki sé af sömu
rótum runnin. Því sé einnig kjör-
orð íslendinga með tilliti til auk-
innar garðræktar: Enginn má
skerast lir leik — það cr þegn-
skaparskylda. Það vill nú líka svo
blessunarlega til, að þetta eru á-
líka ókjör að ganga að, eins og
ef faðir fallegrar og elskulegrar
stúlku krefst þess af ungum karl-
manni (ólofuðum),aðhann gangi
að eiga hana (að meðtöldum á-
litlegum heimanmundi — það
samsvarar heilnæmi garðávaxt-
anna)------eða í öðru lagi líkt
])ví að vera leystur úr álögum.
Nú — það er ekki þar fyrir:
eftir því, sem ævintýrunum seg-
ist, berjast jafnvel ágætustu
menn á móti því í lengstu lög
að leysast; slíkt fylgir álögum.
En hvað um um það: Nú er
48
ekki undankomu auðið, ef vér
viljum reynast þjóð vorri þegn-
ar; nú, er henni liggur á. Vér
gerðum auk þess sjálfum oss
greiða með því og hann tvöfald-
an: Stuðlum að því, að þjóð-
félagið verði oss þægilegri stað-
ur að lifa í og lærum að neyta
stóra hlunninda, sem vér höf-
um flest að þessu gengið fram
hjá meira og minna. Hvert
heimili sinn nmtjurtagarð, —
það er þegnskaparatriði. Hver
garðeigandi færi út kvíarnar í
tegundafjölda og magni hins
ræktaða af fremsta megni, —
hver húsmóðir taki opnum örm-
um við hinu ræktaða, setjist á
skólabekk (í eldhúsinu) með
„Jörð“ fyrir íraman sig eða ein-
hverja matreiðslubókina og taki
upp nýjar, einfaldar aðferðir, til
að matbúa hinar nýju tegundir
garðávaxta — það er þegnskap-
arskylda. Allir við borðið taki
hinum nýju tilraunum vel. „Fá-
ir eru smiðir í fyrsta sinn“; „ei
fellur eik við fyrsta högg“ —
þó að svo undarlega til tækist,
að enginn við borðið yrði á-
nægður, til að byrja með, þá er
alveg sjálfsagt, að halda tilraun-
inni áfram, eins og ekkert hefði
ískorist, — það er þegnskapar-
skylda. Auðvitað liðu aldrei
nema fáir dagar (í verstu til-
fellum fáar vikur), áður en hver
maður við borðið væri orðinn
áfjáður grænmetis- og kálneyt-
andi, svo framarlega sem ekki
er haldið við andúðina af þver-
JÖRÐ