Jörð - 01.02.1940, Blaðsíða 23

Jörð - 01.02.1940, Blaðsíða 23
HvaÖ kennir pólitíkin okkur a8 elska? Þó a'8 stundum væri ekki hátt til lofts í deilunum um að- ferÖir og leiðir í sjálfstæðisbar- áttunni fyrrum, var samt drjúg- um meiri hugsýni í henni en í hagsmunatogstreitu nútímans. Það er auðvita'ð æskilegt, að menn séu ekki of þröngsýnir i þjóðrækninni. Föðurlandsástin getur leitt menn út í öfgar. En verður mönnum samt ekki enn þrengra um hjartað með flokks- ástina í hennar stað ? YERÐA menn sterkir af stjórnmálabaráttunni? Svo ætti að virðast, því að nóg er stríöið til að stæla viljann. En er ekki öll afneitun rólegrar hugs- unar einmitt veikleikamerki ? Einn af okkar áhrifamestu stjórnmála- mönnum hefur nýlega lýst því, að stjórnmálaþróun síðari ára hefði stefnt að því, að sjálfs- bjargarviðleitni einstaklingsins væri að kulna hér út. Að þeir menn, sem vildu leita sér æðri menntunar, hefðu ekkert göfugra takmark með því en að ganga með hvíta flibba (ekki þægilegri en þeir eru!). Ljót er sagan, ef sönn er. Og víst er um það, að viðskipti margs af unga fólkinu nú á dögum við ríkið eru með alveg sérstökum hætti. Efnalegt sjálfstæði, sem er ein af kjöl- festum siðferðislegs frelsis, þótt ekki sé um rniklar eignir að ræða, er fáum keppikefli. Sparsemi er orðin úrelt dyggð í þessu þjóð- JÖRÐ félagi með hrapandi peninga- gengi og vaxandi skatta. Það þykir miklu skemmtilegra, að leggja skatta sína beint á tvö höfuðölturu ríkisins, Vínverzlun og Tóbakseinkasölu, en vera að afhenda þá eftir háprósaiskum skattaseðlum. Og er það ekki senn orðið tómt bríarí að læra eitthvað til þess að öðlast hnoss hinna hvítu flibba? Það verður oft ekki nema nurlið tómt, þar sem hægt er að öðlast skjótlega skínandi skrúða framans, ef rétt er spekúlerað í hinni pólitísku kauphöll. Eftir því, sem lífið er gert að meira happdrætti, þverr viljinn til þess að vera eitt- hvað og gera eitthvað. Það ör- yggisleysi, sem nú ræður í hinu íslenzka þjóðfélagi, er að vísu ekki að öllu leyti stjórnmálunum að kenna, en hefur elnað við margt af fálmi þeirra og koll- steypum. Og það hefir átt meg- inþátt í þeirri ringulreið, sem er á stefnu, siðferði og vinnubrögð- um allt of margra einstaklinga nú á dögum. LESANDI góður, finnst þér þetta ekki einfeldnislegt hjal einsetumanns, sem vantar alla veraldarreynslu ?Vitaekki stjórn- málamennirnir þetta allt miklu betur en eg, en finna bara, að það á hreint ekki við? Eru ekki vitrir menn á Alþingi, svo vitrir, að þeir skilja, að þingheimur mundi geispa sig úr kjálkamót- 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Jörð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jörð
https://timarit.is/publication/467

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.