Jörð - 01.02.1940, Page 24

Jörð - 01.02.1940, Page 24
unum, ef farið væri að ræða mál á hlutlausum grundvelli rann- sókna og rökfræði ? Eru þar ekki góðir menn, sem vita, að góð- mennskan gildir ekki og brosað yrði bæði til hægri og vinstri, ef ætti að fara að prédika þar um siðgæði? Og eru þar ekki trú- aðir menn, sem finna, að sam- þingsmenn þeirra mundu verða feimnir og fara hjá sér fyrir þeirra hönd, ef þeir færu að blanda andlegri eða eilífri vel- ferð íslendinga inn í umræður um ráðstafanir vegna kreppunn- ar? Er ekki hinn pólitíski skot- grafahernaður ein flókin sér- fræðigrein, sem broslegt er um að tala fyrir börn í þeim lög- um? Þetta má vel vera. En hrein- skilnislega sagt finnst mér stund- um, að málurn stórþjóðanna mætti stjórna betur af óspilltum börn- um en af þeirn Völundum véla- bragðanna, sem með þau fara. Og eg sé ekki betur en hin vopn- lausa og friðsama íslenzka þjóð sé með sínum fátæklegu vopn- umj tungu og penna, makki, brögðum og ýmiss konar ofbeld- isbrölti, vel á veg komin að skyldu hernaðarástandi og hand- an hafsins er að leiða Norður- álfumenninguna á barm glötunar- innar. Og aðalsyndin er sú sama hér og þar: að missa sjónar á hinu einfalda takmarki: þroska og ræktun einstaklingsins, eða í einu orði: menningunni, hvað er best manni. 22 Gengur ekki fleirum en mér illa að skilja, að það sé nokkur eðlisnauðsyn að gera stjórnmál mannspillandi ? Er ekki hægt að ráðstafa þessum vesölu 20 millj- ónum stýfðra króna, sem alþingi ræður yfir, án þess'að bítast og berjast svona mikið um þær? Meiri' hlutanum er sjálfráðstaf- að, t. d. því, sem fer í vexti og afborganir af skuldum og til þess að reka þau störf, sem rík- ið hefur ágreiningslaust tekið að sér að sjá um. Oft er mest deilt um smámunina.Er það ekki hálf- broslegt að leggja f jölda af vega- spottum, sem eru ekki fyrst og fremst gerðir til þess að ekið sé á þeim bílum eða kerrum, held- ur til hins, að vissum frambjóð- endum verði við næstu kosning- ar greiðfærari vegur inn í Al- þingishúsið? Samstilling ])ing- manna og kjósenda, leiðtoga og þjóðarvilja, er orðin með undar- legum hætti. „Þjóðarviljinn" er bruggaður á hærri stöðum með það í huga, að „þessi sælgætis hundamatur“ (eins og Þorsteinn Erlingsson kvað) gangi í þá fá- vísustu og sérdrægustu, því að það er mesti galdurinn að ná tökum á þeim. Hann er miklu göróttari en foringjunum væri næst skapi. Síðan kemur hann aftur til þeirra, og er þá orðinn að lögmáli: „rödd þjóðarinnar er rödd guðs“! Ef þið efizt um, að nokkur breyting hafi orðið á þessu, vil eg biðja ykkur að lesa fáeina árganga af Nýjum félags- jord

x

Jörð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jörð
https://timarit.is/publication/467

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.