Jörð - 01.02.1940, Blaðsíða 33

Jörð - 01.02.1940, Blaðsíða 33
íljótir að brjóta Finna á bak aftur, að ekki kæmi til mála að fara að senda Finnum lið, sem gæti ekki þangað komizt, fyrr en allt væri um garð gengið. Slík tilraun yrði því að- eins til þess, að egna Rússa svo, að þeir gengju með sinn mikla her til beinnar liðveizlu við Þjóðverja á vesturvígstöðvunum, en hjá því bæri að komast í lengstu lög. _ Norðurlöndum ægði auðvitað ekki síður liðsafli Rússa, að nýföllnu Pól- landi. Jafnvel með Svíum, sem kunn- ugastir voru og álitnir mesta herveld- >ð, varð þessi skoðun langsamlega yfirsterkari: að Finnlandi yrði ekki bjargað, hvað sem gert væri. Það væri ekkert vit í því, að Svíar segðu Rússum stríð á hendur, til þess eins að geta farizt með Finnum. Eina vonin væri, að vera alveg hlutlaus á yfirborðinu, hvernig sem innanbrjósts væri, í þeirri von, að Rússar létu ser fyrst um sinn nægja hin gömlu landamæri milli zarsins og Svía. Að vísu tóku fáeinir málsmetandi menn í Noregi og Svíþjóð fast í þann streng frá upphafi, að segja b*ri Rússum stríð á hendur, áður en í óefni væri komið. Helztir þess- ara manna voru þeir Torgny Seger- stedt, prófessor, ritstjóri eins elzta álitsmesta blaðs Svía, „Göteborgs Handels- och Sjöfartstidning", og sjalfur utanríkismálaráðherrann, Ric- hard Sandler, sem einna mestan orð- stir hefur getið sér af utanrikismála- ráðherrum Svía síðustu áratugi. — Sandier varð fljótlega undir í ráðu- neytinu með sína skoðun, í viðureign- •nni við forsætisráðherrann, Per Al- bin Hanson, svo að þegar hinn síð- arnefndi lét ráðuneytið segja af sér, um miðjan dezember, til þess að geta myndað þjóðstjórn með öllum lýð- ræðisflokkum, þá varð Sandler að lirökklast úr stóli utanríkismálaráö- herrans sænska. Stjórnin virtist afar smeýk um hlutleysi sitt fyrstu vik- urnar, sem ófriðurinn geysaði i Finn- landi. Hún fékk t. d. kunnan ritstjóra, Ture Nerman, dæmdan í þriggia mánaða fangelsi fyrir bersögli í garð erlends stórveldis, og mikill uggur kom í alla vini prófessor Segerstedts, að honum kynni að verða settar sömu JÖRÐ skriftir. Virtist ýmsum landsmönnum lians hann tala ógætilega í garð Þjóð- verja, þegar honum þótti þeir gerast um of afskiptasamir um það, sem hann taldi vera sænsk einkamál. Var deilt á hann fyrir þetta í ýmsum sænskum blöðum, en þar á móti fékk liann sæg af traustsyfirlýsingum hvaðanæva að, fyrir að halda á lofti merki prent- og málfrelsis. Það var ekkert undarlegt, þótt Sví- um og Frökkum og Englendingum litist ekki sigurstranglega á Finnana, eins og á stóð. í fyrsta lagi hafði, áratugum saman, farið vaxandi van- trúin á það, að mjög íámennum þjóðum, sem áttu landamæri sín að stórveldum, þýddi að víggirða. Nú höfðu hin hremmilegu afdrif Pól- verja fært sönnur á þetta. Úr því að her þeirra hefði verið flett af pólskri jörð, eins og dúk af gólfi, hvers var þá hér að vænta, þar sem liðsmunur var ægilegri en dæmi voru til, Jjrátt fyrir vafalausan vaskleik Finna og góðan útbúnað þeirra, það sem hann náði? í öðru lagi höfðu Rússar árum saman lamið því hvíld- arlaust i hlustir manna og mcÖvit- und, að rauði herinn væri um manu- val og útbúnað allan öllu fremri. Og þó að menn drægju töluvert frá sann- sögli Rússanna, þá var samt nóg eft- ir til þess, að mönnum stæui glæsi- legur og algerlega óvígur her fyrir hugskotssjónum, jafnvel eftir hinar stórfelldu hershöfðingjaaftökur, og þá ekki síður fyrir það, að úr öll- um löndum komu hinir og þessir menn, rithöfundar og aðrir, sem auðnaðist að sjá rauða herinn og bera frægð hans hver til síns heima. — Þessi áróður, um ágæti rússneskra hermanna og útbúnaðar, var svo há- vær og ákafur, að hann kæfði að mestu leyti aðvaranir þeirra stjórn- mála- og hermálafræðinga, sem við og við létu þó alltaf til sín heyra ýmislegan vafa um raungildi hins rússneska hers, og þessum áróðri, eða dugnaði sínum við hann, segja sérfróðir menn, að Rússar geti að mjög miklu leyti þakkað samninginn við Frakka 1933 og alveg tvímæla- laust samninginn við Þjóðvcrja i sumar. — 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Jörð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jörð
https://timarit.is/publication/467

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.