Jörð - 01.02.1940, Blaðsíða 38

Jörð - 01.02.1940, Blaðsíða 38
til hugarhægÖar, en hvorki sér til lofs né frægðar. Það er sann- leikurinn um þau, að þau kom- ast ekki lengra en að stæla sæmi- lega sér betri menn, og með þvi er ekkert gagn unnið. Annars er einn mælikvarði á þessa ljóða- smiði, sem að vísu ekki er ein- hlýtur, en nokkuð nothæfur. Kvæði þeirra flestra koma út á kostnað sjálfra þeirra. Bókaút- gefendur reka starfsemi sína til arðs og ágóða, og fáist ekki út- gefandi að kvæðabók, þá er það af því, að skútan þykir ekki gangleg, og sé hún það ekki, hlýtur það að vera af því, að hún sé ekki boðleg vara. Um skáldsögur og aðrar fagr- ar bókmenntir er svipað að segja, en þar er þó heldur um auð- ugri garð að gresja, bæði af því, að þar er ekki hægt að fela lít- ilmótleikann bak við sleikt rím, svo að menn geta þar síður gengið fram á nýju fötunum keisarans, og þá bæta þýðingar erlendra góðrita þar nokkuð upp íslenzk skakkaföll. Af smásög- um hefur árið 1939 komið út safn, sem lengi mun stætt, eftir Þóri Bergsson. Með örfáum lín- um dregur hann upp rnyndir af mönnum svo fastar, að þeim svipar til teikninga van Goghs; það er blátt áfram furðulegt, livað hann getur komið miklu fyrir á örfáum síðum, án þess að manni virðist þar höggvinn hæll eða klippt tá. Þá er að geta Sögu Eldeyjar-Hjalta eftir Guö ■ 36 mund G. Hagalín, þar sem brugðið erupp litauðugum mynd- um af margháttuðu lífi íslenzks æfintýra- og athafnamanns; þessi bók skipar sér á bekk með beztu íslenzku æfisögum, sem ritaðar hafa verið, og telzt þó bókin á vissan hátt til skáld- skapar. Þá mætti nefna hér Dalafólk eftir Huldu, vegna hinnar lýrisku fegurðar sögunn- ar, en því verður hins vegar ekki neitað, að flest, sem lýst er, er fært svo til betri vegar, að það er ekki bein móðgun að tala um glansmyndir. Loks verð- ur að nefna einkennilega skáld- sögu „Allt í lagi í Reykjavík" eftir Ólaf Frið'riksson. Menn hafa hér á þessu landi vanið sig á að telja svo kallaðar glæpa- mannasögur og aðrar léttar bók- menntir rusl. Það er rétt, að í slíkum ritum eru fyrirbrigði mannlífsins sjaldnast krufin á raunsæa vísu, en frásagnarsnilld verða menn að meta til bók- menntalegs gildis; hinn slungni þráður þessarar bókar ber vott um hugkvæmni höfundar, en öll bókin er fullgilt sýnishorn af ís- lenzkri frásagnarlist. MIKIÐ hefur verið þýtt af ágætum erlendum bók- menntum á íslenzku síðasta ár. Þýðingar hafa að minnsta kosti tvær hliðar eins og f lest annað: aðalhliðina, sjálft efni bókar- innar og meðferð höfundar á því, og hina hliðina, meðferð JÖRD
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Jörð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jörð
https://timarit.is/publication/467

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.