Jörð - 01.02.1940, Blaðsíða 51
ú'ð. Það liggur í augum uppi, að
vér íslendingar erum ekki það
afbrigðileg manntegund, að vér
getum ekki gert oss að góðu
grænmeti, eins og aðrar menn-
ingarþjóðir — og það með
sömu ánægju og vér neytum
kjöts og kornmatar — nema
meiri sé, vegna meðvitundar-
innar og reynslunnar um hollustu
garðávaxtanna.
Og nú er að drífa í því að
taka að leita sér nánari upplýs-
inga og hugsa og gera áætlan-
ir. Lesa „Frey“, „Búfræðing-
inn“, „Jörð“; hlusta á ráðu-
nautana í útvarpi og á námskeið-
um, spyrja !þá spjörunum úr,
munnlega og skriflega; snúa sér
til nágranna, sem hafa reynslu
s. frv.
Vér ætlum undir eins að leyfa
°ss að leggja orð í belg, er vér
vonum, að nýtandi sé til hlið-
sjónar við áætlunina.
HIÐ FYRSTA, sem kemur
til mála að gera, er að
stinga upp garðpart, ef mikdl
hlákukafli skyldi koma á vetrin-
um. Eftir slíka hláku gæti það
komið fyrir, að blettir, sem öðr-
um fremur hafa legið undir
snjo 0g eru orðnir auðir, séu
lika orðnir þýðir. Það er mikið
í það varið, að geta stungið upp
á haustin. Vetrarfrostið vinnur
þá stórvirki í þágu garðræktar-
innar. Þá á að taka mikið fyr-
ir í skófluna; kemst þá frostið
betur að með sitt liðsinni. Jafn-
JÖRD
framt á hinn heimafengni á-
burður að fara í garðinn, a. m.
k. í norðari helming landsins.
Auðvitað á jafnt fyrir þessu að
stinga upp aftur um vorið. Við
uppstunguna er bezt að haga
sér þannig, sé halli á garðinum,
að byrja efst og stinga þar yfir
hann þveran; þá þarf minna að
beygja sig, en ef neðst er byrj-
að. —
Eigi að gera nýjan garð, er
fyrsta skilyrðið, að bletturinn sé
ekki raklendur. Sé jarðvegurinn
mjög leirborinn, er sjálfsagt að
aka i hann sandi, ef tiltækileg-
ur er.. Sé hann mjög sendinn,
er sjálfsagt að aka i hann rofa-
mold, ef hún er tiltækileg. Létt-
ur og þó myldinn jarðvegur er
beztur fyrir grænmeti. Rakur og
kaldur jarðvegur er sérstaklega
óhentugur fyrir rótarávexti. Kál
þolir kaldan leirjarðveg sæmi-
lega, sé vel í hann borið.
Hið næsta, sem á að gera, er
að panta sér frœ. Það er bezt
að draga það ekki úr þessu, því
nokkru af kálfræinu þarf að sá
í seinni hluta marzmánaðar og
öðru kálfræi í apríl, en nokkuð
af því skal geyma til maímán-
aðar. Sama máli gegnir um
blómfrœ.
En hvaða frætegundir á að
panta og hvað mikið af hverri?
Það fer nú náttúrlega að nokkru
eftir ástæðum. Takmarkið cr, að
garðurinn taki sem fyrst' að gefa
daglega uppskeru og haldi því
áfram, meðan unnt er, en síðan
49