Jörð - 01.02.1940, Side 32

Jörð - 01.02.1940, Side 32
BREYTT VIÐHORF SMÁRIKIN í Evrópu hafa ekki átt upp á pallbarðiÖ undan- farin ár. Útlitið hefur helztver- ið tveggja kosta val, og hvorugur kosturinn þó góður. Annar sá, að fara í öllu að „ráðum“ einhvers alræðis- mannsins; hinn að mega búast við því að verða afmáð af jörðunni. Öðru megin hafa þau haft einræðis- stórveldin, sem er einkar ljós heilög skylda sín að ná heimsyfirráðunum, hvort heldur sem þau trúa því, að þau séu bornir réttmætir erfingjar alls þess heimsrýmis, sem þau geti nokkurn tima hugsanlega þarfnazt, séu kjörin til þess beinlínis af guði, vegna ætternis og innrætis; eða þá af því, að þau trúa því, að þau hafi öðlazt það stétthundna — eða stéttlausa — þjóðskipulag frá spá- mönnum sinum, sem eitt geti frels- að mannkynið. Þau lita á hverja smá- þjóð sem algerlega réttlausa hjörð til sjálfstjórnar eða jafnvel tilveru — allt eftir þægð, — ef sú hjörð kann að Hafa tekið sér bólfestu, hvort heldur nýlega eða frá alda öðli, á einhverjum bletti eða útnára þess heimsrýmis, sem hin mikla þjóð veit, að sér er nauðsynleg. Hinum megin hafa smárikin haft lýðræðisstórveld- in, vegvill úr margra ára pólitiskum hafvillum og reikul i ráði um eigin hag. Þau játa það að visu, og í ein- lægni, að smárikin hafi allan rétt til þess að lifa sjálfstæðu lifi, að eigin lögum og eðlilegum geðþótta, og að þau eigi líka þess vegna heimtingu á vernd gegn ásælni á sjálfstæðis- og tilveruétt þeirra. Á hinn bóginn, og einmitt af öllu þessu, séu smárikin eiginlega mesta skapraunarefni; eins og skipazt hafi i heiminum, síðasta áratuginn, séu þau framúrskarandi óhermilegir skjólstæðingar (eða bandamenn) sökum fámennis og her- varnaskorts, svo að eiginlega væri lítið annað hægt að gera en að kenna í hrjósti um þau, þegar eitthvert ein- ræðisstórveldið byggist til að gleypa þau; í tvísýnan ófrið fyrir þau, eða í tilefni af þeitn, væri ekki leggjandi, nema ef hrun jteirra hefði í för með 30 sér svo stórfellda jafnvægisröskun í álfunni, að lýðræðisstórveldunum sjálfum bærist með þvi vá að dyrum. Afleiðingarnar af þessum stefnum og stefnuleysi til beggja handa smá- rikjunum, komust fyrst i verulegau algleyming á árinu, sem leið. Þá varð uppskeran algerð sundrun og hernám Tékkó-Slóvakiu; gereyðing og 4. skipting Póllands; sorgarganga Eystrasaltsríkjanna litlu, Eistlands, Lettlands og Litaviu, inn í leppdóm- inn undir rússneska okið. Það er víst óhætt að fullyrða, að síðan á dög- um þjóðflutninganna miklu, hafi ekki skipt jafn snöggt og óvænt um ör- lög smáríkjanna í Evrópu þangað til nú. Og svo barst leikurinn til Finna og i rauninni þar með til Norður- landa. En um leið og ráðizt var á Finna, urðu tímamót. Það er vanséð, hve mikilvæg ])au verða. En merki- leg tíinamót eru það, hvort sem þau marka annað eins spor í sögunni og orustan á Katalónsvöllum, eða ekki. EGAR, er fyrstu sprengju- og kúluskúrinni rigndi yfir Finna úr örlagablikunni, sem svo lengi hafði myrkvað austurlnmin Finnlands.töldu allir, að sá dauðadómur væri á þá fallinn, sem fullnægt yrði skjótt. Viðbúnaður þeirra væri aðeins vigsla undir stórkostlega fórnarathöfn. Inn- an hálfs mánaðar, eða svo, yrði þessi harmleikur á enda kljáður. Þetta var svo yfirgnæfandi álit þeirra, sem sár- ast tók til Finna og áttu sjálfir mest í húfi, hvað þá heldur annarra, að þeir áttu sér alls enga liðsvon, þeg- ar á þá var ráðizt. Þó mundi mörg- um hafa fundizt, og Finnum áreiðan- lega sjálfum, að þeir hefðu átt að geta vonazt eftir liði; fyrst og fremst frá Svium og Norðmönnum og ]iar næst frá Englendingum og Frökk- um. En það var ekki svo i pottinn búið, að það kæmi til mála. Finnum virtist ætlað að trúa á gamla máls- háttinn, að „guð hjálpar þeim, sem hjálpar sér sjálfur", eða farast ella. Frakkar og Englendingar gerðu ráð fyrir þvi, að Rússar yrðu svo JÖBÐ

x

Jörð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jörð
https://timarit.is/publication/467

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.