Jörð - 01.02.1940, Blaðsíða 11

Jörð - 01.02.1940, Blaðsíða 11
uppfyllast. Að morgni dags klukkan 5, flytja þeir Hrútafells- menn okkur upp að jöklinum með allt okkar hafurtask. Klukkan 10 standa tjöldin okkar við Fimmvörðuháls, fast við jökulinn. Á aðra hönd er Eyjaf jallajökull; í norðaustri er fagurmynduð hunga Goðalands- jökuls. Við Fimmvörðuháls hef- ir Skógaá upptök sín og fellur hún víða í fögrum gljúfrum og fossum, allt fram að Skógafossi. Þarna á milli jöklanna eru tveir gigar, sem kallaðir eru Hvit- mögur. Þar eru nú að myndast tvö stöðuvötn. Jökullinn er að skila landinu aftur og koma þá fram jafnharðan leiðarmerki og vörður á hálsunum milli jökl- anna. Land þetta er býsna trölls- legt og hreinasta paradis skíða- manna. Við höfum hraðan á. þvi Evjafjallajökull virðist ætla að hefja sig úr morgunþokunni. þótt Mvrdalsjökull safni skýjum að kolli sinum. Þegar fyrstu sólargeislarnir gægjast yfir háls- inn, leggja 6 félagar á jökulinn. Skiðafærið er: 10 cm. nýfallin mjöll á harðfenni -— slétt og rjúkandi mjöll. Uppi í 1200 metra hæð er hörkufrost, en stillt veður. Við sækjum upp norðausturhrygg jökulsins, til þess að forðast sprungur. Allt í einu opnast útsýni til norðurs: Þórsmörk liggur við fætur vora og öll Tindafjöllin eins og úfin brimröst. Ofan af jökulbrúninni virðist allt svo ofur einfalt og JÖRÐ skiljanlegt. Þórsmörk, þetta völ- undarhús sumarferðalanga, er aðeins æðakerfi jökulsins, mynd- að af honum og nært af honum. — Jökullinn heldur vörð um skógarleifarnar. Dökkir skýjabólstrar velta inn yfir jökulinn frá suðri, en við stigum hærra upp móti sólunni, jiví Goðasteinn er nú alhjartur. Sjóndeildarhringurinn vikkar. Loks eftir 4 stunda hæga göngu erum við komnir á hátindinn og sjáum allt Vesturland og miðhik landsins sveipað léttum litum vorsins. Uppi í kringum okkur er ennþá vetur og kuldi. Nýliðarnir eru þöglir af hrifn- ingu og benda á Kjölinn okkar. Hann er eins og gagnsæ skýja- rönd úti við sjóndeildarhringinn Hinar snarbröttu Súlur líta ekki svo háskalega út; Langjökull, Hofsjökull. Tungnafellsjckull og Torfajökull virðast nærri óslit- in jökulbunga, því að enn er sniór á hálendinu. Hin volduga gigskál Eyja- fjallajökuls er nú óðum að tæm- ast af jökli, enda er norður- skriðjökullinn nærri húinn að brjóta niður gigbrúnina. Að sunnan koma upp úr jöklinum nýir fjallstoppar — skriðjökuls- tungurnar styttast. Niður jökulinn erum við að- eins 18 mínútur, og skiðin láta undan hverri jafnvægisbreytingu — eins og sviffluga. í sveifl- unum rýkur mjöllin og glitrar móti sólu að sjá. Við, sem van- 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Jörð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jörð
https://timarit.is/publication/467

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.