Jörð - 01.02.1940, Blaðsíða 11
uppfyllast. Að morgni dags
klukkan 5, flytja þeir Hrútafells-
menn okkur upp að jöklinum
með allt okkar hafurtask.
Klukkan 10 standa tjöldin
okkar við Fimmvörðuháls, fast
við jökulinn. Á aðra hönd er
Eyjaf jallajökull; í norðaustri er
fagurmynduð hunga Goðalands-
jökuls. Við Fimmvörðuháls hef-
ir Skógaá upptök sín og fellur
hún víða í fögrum gljúfrum og
fossum, allt fram að Skógafossi.
Þarna á milli jöklanna eru tveir
gigar, sem kallaðir eru Hvit-
mögur. Þar eru nú að myndast
tvö stöðuvötn. Jökullinn er að
skila landinu aftur og koma þá
fram jafnharðan leiðarmerki og
vörður á hálsunum milli jökl-
anna. Land þetta er býsna trölls-
legt og hreinasta paradis skíða-
manna. Við höfum hraðan á.
þvi Evjafjallajökull virðist ætla
að hefja sig úr morgunþokunni.
þótt Mvrdalsjökull safni skýjum
að kolli sinum. Þegar fyrstu
sólargeislarnir gægjast yfir háls-
inn, leggja 6 félagar á jökulinn.
Skiðafærið er: 10 cm. nýfallin
mjöll á harðfenni -— slétt og
rjúkandi mjöll. Uppi í 1200
metra hæð er hörkufrost, en
stillt veður. Við sækjum upp
norðausturhrygg jökulsins, til
þess að forðast sprungur. Allt í
einu opnast útsýni til norðurs:
Þórsmörk liggur við fætur vora
og öll Tindafjöllin eins og úfin
brimröst. Ofan af jökulbrúninni
virðist allt svo ofur einfalt og
JÖRÐ
skiljanlegt. Þórsmörk, þetta völ-
undarhús sumarferðalanga, er
aðeins æðakerfi jökulsins, mynd-
að af honum og nært af honum.
— Jökullinn heldur vörð um
skógarleifarnar.
Dökkir skýjabólstrar velta inn
yfir jökulinn frá suðri, en við
stigum hærra upp móti sólunni,
jiví Goðasteinn er nú alhjartur.
Sjóndeildarhringurinn vikkar.
Loks eftir 4 stunda hæga göngu
erum við komnir á hátindinn og
sjáum allt Vesturland og miðhik
landsins sveipað léttum litum
vorsins. Uppi í kringum okkur
er ennþá vetur og kuldi.
Nýliðarnir eru þöglir af hrifn-
ingu og benda á Kjölinn okkar.
Hann er eins og gagnsæ skýja-
rönd úti við sjóndeildarhringinn
Hinar snarbröttu Súlur líta ekki
svo háskalega út; Langjökull,
Hofsjökull. Tungnafellsjckull og
Torfajökull virðast nærri óslit-
in jökulbunga, því að enn er
sniór á hálendinu.
Hin volduga gigskál Eyja-
fjallajökuls er nú óðum að tæm-
ast af jökli, enda er norður-
skriðjökullinn nærri húinn að
brjóta niður gigbrúnina. Að
sunnan koma upp úr jöklinum
nýir fjallstoppar — skriðjökuls-
tungurnar styttast.
Niður jökulinn erum við að-
eins 18 mínútur, og skiðin láta
undan hverri jafnvægisbreytingu
— eins og sviffluga. í sveifl-
unum rýkur mjöllin og glitrar
móti sólu að sjá. Við, sem van-
9