Jörð - 01.02.1940, Blaðsíða 21

Jörð - 01.02.1940, Blaðsíða 21
eru nú fyrirferðarmesti þáttur- inn í íslenzku þjóðlífi. Vald þings og stjórnar hefur fariÖ hraðvaxandi síÖustu áratugina. Meiri og meiri partur af tekjum þjóðarinnar gengur í gegnurn hendur stjórnmálamannanna; þeir ráÖa, hvernig fé er heimt inn í rikissjóÖinn og hvernig því er varið. Ríkið lætur öll atvinnu- mál og verzlun meir og meir til sín taka, hefur fleiri menn í þjónustu sinni, og þeir eru minna en áður valdir eftir bundnum venjum. Flokkarnir eru skipu- lagsbundnir, heyja sín eigin þing. Blöðin eru mörg og útbreidd og eindregin í þjónustunni hvert við sinn flokk. Stjórnmálaumræðum, hæði af Alþingi og kappræðu- kvöldum, er útvarpað um allar byggðir landsins. Allir menn, sem einhvers frama leita, eiga hann mjög undir gengi þess flokks, sem þeir teljast til. Tafli stjórnmálanna er fylgt með von og ótta af háum og lágum, það verður ekki ])verfótað fyrir póli- tík. Hún gagnsýrir íslenzkt mannlíf nú á dögum á svipað- an hátt og kaþólska kirkjan á hlómaskeiði sínu á miðöldunum mótaði lífið í sumum löndum Norðurálfunnar. W F nú menningin, eins og flestir virðast fúsir að játa, mark vort ogrnið, sómi íslendinga, sverð og skjöldur, en pólitíkin valdið til þess að leysa og binda krafta ])jóðfélagsins og fella þá JÖRÐ í farvegi, — þá mætti ætla, að náin samstilling væri milli þess- ara tveggja meginþátta þjóðlífs- ins. Að stjórnmálamennirnir fyndu um það efni til sérstakr- ar ábyrgðar, þeim væri ríkt um það hugað að hlúa að öllum líf- vænum andlegum gróðri og gera sér sem skýrasta grein fyrir, hvað þjóðinni væri fyrir beztu á allan hátt, ekki einungis efna- lega, heldur menningarlega. Að þeir legðu sérstaka rækt við að skapa sér þá lífsskoðun, sem gæti mótað bæði mark og meðöl hinn- ar pólitísku starfsemi samkvæmt háleitustu hugsjónum mannlegs þroska, sem þeir þekkja. Ekki þarf að efast um, að meðal þeirra séu sumir af vitrustu, beztu og velviljuðustu mönnum þjóðar- innar. En njóta þessir kostir þeirra sín í hinni pólitísku bar- áttu? Eða er það öllu fremur svo, að einmitt þessi harátta sé þess eðlis, að hún kefji kostina, en glæði gallana? Hellmut von Gerlach sagði, að það væru ekki stjórnmálin, sem spilltu mönn- um, heldur leiddu þau veilur þeirra og skaplesti í ljós. Eg ef- ast um, að þetta sé rétt. Allir hafa sína bresti. Það er mjög undir atvikum og viðfangsefnum komið, hvort hið betra eða lak- ara i upplagi mannsins dafnar. Því biðja menn: „Leið þú oss eigi í freistni". Er ekki andrúms- loft stjórnmálanna í hættulegra lagi fyrir ýmsa mannkosti? 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Jörð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jörð
https://timarit.is/publication/467

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.