Jörð - 01.02.1940, Side 20

Jörð - 01.02.1940, Side 20
manninum vœri líklega réttast aÖ sleppa). Segjum við ekki viÖ hvert hátíðlegt tækifæri, að það sé menning vor að fornu og nýju, bókmenntir, listir og vís- indi, alþýðumenntun vor, skyr semi og gott siðferði, eða að minnsta kosti stórglæpaleysi, sem gefi þjóðinni tilverurétt í heim- inum, skapi henni virðingu út á við, sé landvörn hennar? Er ekki viljans, hjartans og vitsins menning æðsta tak- mark hverrar þjóðar til handa einstaklingum sínum — og ekki einungis neyðarúrræði þeirr- ar smáþjóðar, sem gæti ekki sett sér annað verra takmark, þótt hún vildi ? — Auðvitað yrðum við sama menningar- þjóðin, þótt við værum þúsund- faldaðir að höfðatölu, nema hvað allt væri þá í stærri stíl. EN HVAÐ sem þessu líð- ur, hlýtur það að vera sæmilega augljóst, að eins og högum okkar nú er hátt- að, ættum við að finna til sérstakrar ábyrgðar gagnvart þessari dý-rmsetu menningu, sem er okkar her og floti, okkar Maginot-lína og loftvarnir. Eng- in þjóð í veröldinni ætti að leggja meiri stund á að þaul- rækta hvern einstakling, ekki meira en við höfum af þeim. Þvi að öllum utanríkismálum sleppt- um, er þetta takmark í sjálfu sér, ekki einungis vegna þess, að 18 hver einstaklingur er einstakt verðmæti, sem hefur ekki verið til og verður ekki aftur til, á heilagan rétt til gæfu og þroska. — heldur líka vegna þjóðlífsins, þar sem verkefnin eru svo mik- il, að hverja hönd þarf að nýta sem bezt, — vegna sambúðarinn- ar meðal þessara fáu sálna, sem andlega séð eru í þröngbýli, þótt landrýmið sé nóg. Þetta er ekki heldur illa orðað í þjóðsöngnum, sem við syngj- um með lotningu, berhöfðaðir og standandi. í honum er ann- ar andi en í „Rule, Britannia“ eða „Deutschland úber alles in der Welt“. Við biðjum um gróandi þ j ó ð1í f með þverrandi tár, sem þroskast á guðsríkis braut. Ætla mætti, að þetta væri ekki sungið út í bláinn. Þó að sum- ir kunni að skilja ,,guðsríki“ eftir sinni kreddu, vakir efalaust eitthvað æðra en auður og völd fyrir þeim. Og syngi einhverjir þetta fyrir siða sakir, má það teljast til hinnar vel vönduðu hræsni, sem beygir sig fyrir hug- sjónum, sem eru lifandi og sterk- ar i umhverfinu. EN NÚ skulum við hverfa frá hátíðaræðunum og hátíðasöngnum og bregða okk- ur þangáð, sem hlutirnir ger- ast og þjóðmálunum er stjórnað. Það leikur ekki á tveim tungum, að stjórnmálin jöru

x

Jörð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jörð
https://timarit.is/publication/467

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.