Jörð - 01.02.1940, Page 41
Við Miðjarðarhafið
i.
Vi8 MiðjarÖarhafiÖ mókir hin hvíta borg
meS marmaratröppur og ótrúlegt fólk og blóm.
Og ég reikaði sæll um sólbjört, glitrandi torg,
— sæll eins og fermingardrengur á nýjum skóm.
Ég dáÖist a8 því, hve ástúð lífsins var trú
því öllu, sem hjarta míns vor sínum draumi kaus.
Og sólin var heit og sál mín var klökk og bljúg,
— sál mín var klökk og bljúg og ístöðulaus.
En inni í garðinum róslitað rökkur hneig
frá rismiklum pálmum, sem hófust í þaggandi blæ.
Og þúsund ára angan úr sandinum steig
frá urtum og víni, sem tíminn kastaði’ á glæ.
II.
Og tíminn leið og sál mína bar með sér,
og sál mín beið þess áhyggjulaus og hljóð,
sem heilagur andi hvislaði’ í eyra mér
og hentað gæti þjóðinni minni í ljóÖ!
Því himnarnir skráðu sitt andríki á iDlóm og blað
og mitt barnslega hjarta fylltist af þakkargjörð.
Þá birtist sem leiftur úr lundinum handan að
ein af lausavísum Drottins á þessari jörð.
Og sjá! Ég skynjaði inntak hins eilífa ljóðs,
sem ódauðleikans glóð undir vængjum ber,
því draumar liðinna kynslóða kvöddu sér hljóðs
og kröfðust að fá að lifa í brjósti mér.
Og aldrei síðan hjarta mitt hóf að slá
jafn himnesk vitneskja sál mína valdi tók,
hve okkar ljóð eru lítil við hliðina á
hinum leyndardómsfulla skáldskap i Drottins bók.
Tómas Guðmundsson.