Prestafélagsritið - 01.01.1927, Blaðsíða 6
2
Presiafélagsritiö.
Jón Helgason:
Páls E. Ólasonar prófessors (»Menn og menfir* III. bindi).
Hér verður því aðeins gerð grein fyrir sfarfi hans að því er
varðar kristnihaldið í Iandinu og hvað hann fékk afrekað þau
56 ár, sem hann sat á Hólastóli, því til viðréttingar, sem og
hversu siðaskiftin hér á landi algerast fyrir áhrif frá stórvirkni
hans í embætti.
Mikið verkefni og vandasamt beið Guðbrands biskups er
hann settist að stóli (1571), þar sem var það að koma hinni
evangelisku kirkjuskipun til fullnustu á í Norðurlandi og greiða
hinni evangelisku kenningu leið inn í meðvitund alls almenn-
ings. En Guðbrandur lét það ekki á sig fá og tók þegar til
starfa með miklum áhuga, sem gerði það frá upphafi lýðum
ljóst, að biskupaskiftin voru hér meira en mannaskifti.
Ekki hafði Guðbrandur biskup setið lengi á biskupsstóli
áður kæmi í ljós hve mikill áhugi hans var á því að koma
hag kirkjunnar í það horf, er bezt samsvaraði öllu ætlunar-
verki hennar. Gerðist hann frá byrjun röggsamasti eftirlits-
maður um hvað eina, sem varðaði þróun og þrif kirkjulífsins.
Fyrst af öllu vildi hann hafa áhrif til vakningar og skyldu-
rækni á sjálfa prestastéttina. Var honum vel kunnugt um, hvar
skórinn einkum krepti þar. Hann hafði sjálfur verið prestur á
Norðurlandi, þótt ekki yrði nema stutta stund, og veturinn,
sem hann var skólameistari á Hólum hafði hann getað kynzt
mörgum prestum og mörgu, sem ábótavant var í fari þeirra.
Hann vissi þegar við komu sína á stólinn, að innan biskups-
dæmisins var allmargt góðklerka, sem hann þá og setti sig í
samband við sem vini, til þess að geta notið stuðnings þeirra
í starfi sínu. Meðal góðklerka norðanlands var í langfremstu
röð séra Sigurður Jónsson á Grenjaðarstað, maður ríkur að
vitsmunum og veglyndi. Hið síðara hafði hann þegar áður
sýnt í ríkum mæli Ólafi biskupi Hjaltasyni. Og eins reyndist
hann Guðbrandi biskupi. Hefði þó verið nokkur ástæða til að
bera kala til hans, er hann, svo ungur maður, hafði verið tek-
inn fram yfir hann til biskupstignar með langa lífsreynslu að