Prestafélagsritið - 01.01.1927, Blaðsíða 168
160
Ásmundur Guðmundsson:
Prestafélagsritið.
ast til um það, að því ákvæði verði bætt inn í prestskosningalögin, að
söfnuður hafi rétt til þess, er prestakall Iosnar, að kalla sér prest, og
sé sú köllun bundin við vilja meiri hluta safnaðar og komi þá í stað
kosningar. Umsóknir um prestakallið komi þá fyrst til greina, er söfn-
uðinum hefir ekki tekist að kalla sér prest innan hæfilega langs tíma,
að dómi kirkjustjórnarinnar".
Aður fyr gátu átt sér stað svonefnd „brauðaskifti", og mælir margt
með því, að svo megi enn vera. Presti getur verið það heillavænlegt af
ýmsum ástæðum að fá annað prestakall en hann hefir haft, og sú skoðun
er jafnvel ekki óalgeng, að prestar skuli yfirleitt ekki vera mjög Iengi í
sama stað. Vilji gamall prestur og ungur t. d. skifta um prestaköll,
þannig, að gamli presturinn fái það, sem hægara er, og ungi presturinn
hitt, sem er meir við hans hæfi, þá virðist rétt að leyfa það, ef söfnuð-
irnir samþykkja. Við samþyktum þessvegna tillögu þá, er hér segir:
„Þar sem fundurinn telur, að það geti verið heppilegt, að prestar
þjóni ekki til lengdar sama prestakalli, þá leyfir hann sér að skora á
kirkjustjórnina að hlutast til um það, að prestum verði veitt með lögum
heimild til þess að skifta um prestaköll, ef hlutaðeigandi söfnuðir veita
því samþykki sitt“.
Bráðabirgðatillögur voru lagðar fram á fundinum frá nefnd þeirri, er
kosin var á synodus 1925 til þess að koma fram með tillögur um
breytingar á helgisiðabókinni. Umræður urðu miklar. Nefnd var kosin
í málið og samþykt tillaga hennar:
„Fundurinn álítur, að hið nýja handbókarform sé yfirleitt til bóta og
geri guðsþjónustugerðina hátíðlegri og þar með uppbyggilegri, ef söng-
kraftar eru sæmilegir eða betri, og vill því mæla með því, að það verði
tekið upp. En telur þó sjálfsagt, að hinir eldri prestar megi halda hinu
eldra helgisiðaformi eða því yrði haldið þar, sem söfnuðir kynnu að
óska þess. Formið fyrir hinum einstöku kirkjulegu athöfnum telur fund-
urinn yfirleitt til bóta. En þar sem eigi vinst tími til að fara nákvæm-
lega í gegnum frumvarpið, óskar fundurinn, að hinir einstöku prestar
sendi athugasemdir sínar til próf. Sigurðar P. Sívertsens svo fljótt sem
þeir koma því við“.
Enn var talað um nauðsyn þess, að notaðir væru meir við guðs-
þjónustur góðir sálmar, frumsamdir eða þýddir síðan sálmabókin kom
út fyrir 40 árum. Er margt til slíkra sálma. Sumir þeirra eru prentaðir
í sálmasafninu „þitt ríki komi“ og víðar, en ýmsir óprentaðir. Æskilegt
hefði verið að vissu Ieyti, að sálmabókin yrði nú þegar endurskoðuð,
en það er kostnaðarsamt fyrir þjóðina að skifta um sálmabók. Vildum
við því ekki ganga lengra en það að sinni, að óska þess, að við næstu
prentun sálmabókarinnar yrði prentaður viðbætir góðra sálma. Var til-
laga í þá átt samþykt f einu hljóði.
Síðast þennan dag var haldinn Prestafélagsfundur, og skýrði formaður