Prestafélagsritið - 01.01.1927, Blaðsíða 162
154
Ásmundur Guðmundsson:
Prestafélagsritið.
Maður á áttræðisaldri hafði meira að segja verið einna áhugasamastur fé-
lagi og atkvæðamestur undanfarin ár. Sunnudaginn 1. ágúst átti ég að prédika
og halda fyrirlestur í Heydölum. Um morguninn rigndi mjög mikið, svo
að ég bjóst við heldur fáum til kirkju, en hún varð alveg full. Um þetta
leyti sumars fyrir 300 árum hafði dáið séra Einar Sigurðsson, sálma-
skáldið, og prestur í Heydölum meir en þriðjung aldar, svo að ég mint-
ist hans sérstaklega í ræðunni. Ymsir afkomendur hans eiga heima í
Breiðdal, og þætti mér vel hlýða, að þeir hefðu forustu í því, að ætt-
menn hans um Iand alt reistu honum bautastein. Síðari hluta dagsins
flutti ég einnig fyrirlesturinn í kirkjunni. Hlýlegar voru viðtökur Breið-
dæla, og fylgdu þeir mér nokkrir daginn eftir inn dalinn upp undir
heiði.
Annan sunnudag þar frá falaði ég úti á Vattarnesi. Höfðum við Guð-
geir kennari Jóhannsson verið þar sumarið áður og haldið fyrirlestra.
Lengi væri farið þangað landveg frá Eiðum, en bygðarmenn sendu vélar-
bát til bess að stytta mér leiðina. Mér virtust margir þeirra hafa sterka
löngun til þess að hlusta á kristindómsmál, og var því ljúft að koma
aftur. A Vattarnesi eru verbúðir all-margar, og munu dvelja þar að
sumrinu á annað hundrað manns, m. a. talsverður hópur af Færeyingum.
Aðkomufólk var einnig margt bæði úr Reyðarfirði og Fáskrúðsfirði.
Kirkja er þarna engin, en annar bóndinn á jörðinni leggur til hús sitt
til guðsþjónustu, og fyltust herbergi og göng niðri; sóknarpresturinn
prédikaði. Mér þótti of þröngt inni og talaði því úti. Færeyingarnir
skildu fæstir íslenzku, svo að ég prédikaði sérstaklega fyrir þá á dönsku,
en þeir sungu danska sálma og færeyska. Eg hefi hugsað um það síðan,
hve gott væri og þarft, að prestarnir kæmu í verstöðvarnar og prédikuðu,
þegar ástæður leyfðu, og styddu jafnframt að því, að þar væru lesnir
húslestrar.
Um miðjan ágúst fór Sigurður prófessor Sívertsen til Austfjarða, og
varð það mánaðarför. Henni var einkum heitið til þess, að sitja fund
með austfirzkum prestum eftir beiðni þeirra. En áður vildi hann korna
í Vopnafjörð, gamla prestakallið sitt, úr því að tækifæri gafst. Eg fylgdi
honum þangað, f kaupstaðinn, og héldum við þar saman guðsþjónustu,
hann prédikaði, en ég flutti erindi. Kirkjan stóra og veglega var full af
fólki, því að margir þráðu að sjá aftur og heyra gamla sóknarprestinn
sinn.
Prestafundurinn var haldinn í Vallanesi 4.—7. sept. Frá honum hefir
verið sagt rækilega í tveim blöðum1), svo að ég get þessvegna verið
fáorðari um hann en ella. Hann var fyrir Múlaprófastsdæmin bæði og
sóttu hann þrettán prestvígðir menn og einn nemandi í guðfræðideild
háskólans.
1) Morgunblaðinu og Hæni.