Prestafélagsritið - 01.01.1927, Blaðsíða 12
8
Jón Helgason:
PresiafélagsriliÖ.
ingar og vafasamt hvort hann á meira en tvo eða þrjá sálma
í allri bókinni. Sá maður, sem mest allra vann að því að lag-
færa og endurskoða slíka sálma, var, eftir því sem biskup
segir sjálfur, æskuvinur hans séra Olafur Guðmundsson á
Sauðanesi. Svo er að sjá, sem viðtökurnar, sem hin nýja
sálmabók fékk í fyrstu, hafi ekki verið sem beztar. Hvað sér-
staklega var fundið henni til foráttu vitum vér ekki, eti af
bréfum Guðbrands biskups má ráða, að talsverð brögð hafi
verið að aðfinslum manna. Álítur biskup, að aðfinslurnar séu
sprotnar af þeim forna og nýja íslenzka skaplesti »að öfunda
og í verri máta að virða annara erfiði, en gera ekkert sjálfir«.
Ætlar biskup ekki að láta slíkt á sig fá eða aftra sér frá að
vinna það, sem hann hefir ásett sér kristni landsins (il efl-
ingar. »Eg fer«, segir hann, »sem málshátturinn hljóðar:
Þangað er klárinn fúsastur sem hann er kvaldastur; ég keppi
við að hafa ómak, en fæ ekki nema öfund og óþökk, ... og
skal ekki þetta óþakklæti beygja mig meðan lifi«.
Fimm árum síðar en sálmabókin kom út, birtist einnig fyrsta
íslenzka »messusöngsbókin« (þ. e. Grallarinn) — sennilega að
mestu sniðin eftir hinni dönsku messusöngsbók Nielsar Jesper-
söns. Var útgáfa grallarans hið mesta nauðsynjaverk vegna
guðsþjónustuhaldsins, því að hann hafði ekki aðeíns að geyma
öll sálmalög, sem sálmabókin boðaði til sem lagboða, heldur
og allan tíðasöng, bæði tón prests og víxlsöng prests og safn-
aðar. Ekki hirti biskup um að latínusöngurinn félli niður með
öllu (enda ekki ætlast til þess í Kirkjuorðunni). í 2. útgáfu
grallarans er latínusöngurinn jafnvel aukinn frá því, er var í
1. útg. »upp á það, að latínusöngurinn leggist ekki með öllu
fyrir óðal og falli niður, og að menn viti, þeir eð eftir koma,
hvað í kirkjunni hefir tíðkað og sungið verið fyrr meir«.
Hélzt þá líka latínusöngurinn í gröllurum vorum fram til loka
17. aldar.
Eins og þegar er vikið að, var tilgangur Guðbrands bisk-
ups með útgáfu sálmabókar sinnar meðfram sá, að vinna með
henni á móti þeirri grein veraldlegs kveðskapar, sem bisknp
áleit fremur siðspillandi eða að minsta kosti lítt til sálubóta.