Prestafélagsritið - 01.01.1927, Blaðsíða 70
62
Sigurður P. Sívertsen:
Preslafélagsritiö.
heilluð af honum og hefir gefið sig undir leiðsögu hans, þá
hættir lífið að verða honum ægilegur leyndardómur, þar sem
alt sé í óvissu eða á reiki, heldur opnast honum útsýni bæði
upp á við, inn á við, út á við og fram á leið.
Lífsskoðun sína eignast kristinn maður fyrir leiðsögu ]esú
Krists. Ekki sem kaldan fróðleik, ekki fyrir ytri þvingun, ekki
fyrir skynsemisrök ein, heldur á þann hátt, að fagnaðarerindi
Krists og líf nær tökum á sálu hans og samvizku og sann-
færir hann um, að þar birtist hið æðsta og háleitasta, svar
himinsins upp á spurningar hans.
Hann fer með spurningu sína um Guð til Jesú Krists.
Er Guð til? spyr hann. Hvernig er Guð? Hvernig stjórnar
Guð? Hver eru afskifti Guðs af heiminum og af mönnunum?
— Öllum þessum spurningum fær hann svarað hjá ]esú Kristi.
Hjá honum öðlast hann útsýni upp á við, inn í himnana sjálfa,
og þar fær hann að sjá föðurinn himneska, heilaga kærleik-
ann, sem elskar mennina eins og faðir elskar börn sín heit-
ast og sem ávalt vill hjálpa þeim til að þroskast og nálgast
iakmark það, sem þeim er ætlað að ná.
Kristinn maður fer einnig með spurningu sína um mennina
og manneðlið til Jesú Krists? Hann hefir margs um það að
spyrja. Hvaða möguleikar búa í eðli mannsins?, spyr hann.
Til hvers er maðurinn borinn í þennan heim? Hvert er tak-
mark það, sem honum ber að keppa að? — Öllum þessum
og fleiri spurningum fær hann svarað hjá ]esú Kristi. Hjá
honum öðlast hann innsýn í eigið hjarta sitt og skilning á
því, er með manninum býr, og hvernig það beri að þroska.
Þar lærir hann að verða bjartsýnn á manneðlið og mennina.
Ekki vegna þess, hve góðir eða þroskaðir þeir séu, heldur
vagna hins, hvað þeim sé ætlað að verða. Því að ]esús
Kristur kennir lærisveinum sínum að skilja ómetanlegt gildi
hvers einstaks manns í Guðs augum, þareð í manneðlinu frá
fæðingu þess búi eitthvað, sem í ætt sé við Guð sjálían, í
hverjum manni búi möguleikar, hæfileikar, sem geti þroskast
án takmörkunar. ]esús Kristur segir því við hvern Iærisvein
sinn: I upplagi þínu búa hæfileikar, sem þú að óreyndu ekki