Prestafélagsritið - 01.01.1927, Blaðsíða 177
Prestafélagsritið.
S. P. Sívertsen: Prestafélagið.
169
Ritstjórinn uill fá sem flesfa presta og leikmenn til að skrifa í ritið, og
biður alla þá, er eifthvað liggur á hjarta að senda sér greinar eða erindi.
„Heimilisguðvækni. — Nokkrar bendingar til heimilanna" — heitir
Iítið rit, um 100 bls., sem félagið sendir frá sér í ár. Eru höfundar þess-
séra Asmundur Guðmundsson skólastjóri, séra Þorsteinn Briem og undir-
ritaður. En aðalefnið er þetta: I. Baenin. II. Lestur í einrúmi. III. Hús-
lestrar. IV. Við sérstök tækifæri á heimilinu. V. Trúaruppeldi barnanna
á heimilinu.
Verður öllum prestum og kennurum landsins sent eitt eintak af riti
þessu ókeypis, og þess jafnframt óskað að þeir vildu gerast útsölumenn
þess eða fá aðra til þess. Verðið er aðeins kr. 1.50 ób. og 2.50 í bandi,.
og 25°/o greidd í sölulaun. Er þess vænst, að bæði prestar og kennarar
láti sér umhugað um, að ritið nái til sem flestra heimila. Einnig ber
stjórn Prestafélagsins það traust til kvenfélaga og ungmennafélaga, að
þau styðji málefni það, er bókin fjallar um og stuðli að útbreiðslu hennar.
2. Ferðaprestsstörfin.
Um tilhögun og framkvæmd ferðaprestsstarfanna vísast til greinar séra
Á. G. hér að framan, en um fjárhagshlið málsins má Iesa í grein séra
M. J. um kirkjumál á Alþingi.
Á aðalfundi Prestafélagsins í vor var þessi tillaga samþykt í einu
hljóði: „Með því að Prestafélaginu hafa borist margar áskoranir um að
annast um að ferðaprestar komi til fyrirlestra- og fundarhalda og til að
vinna á ýmsan hátt að andlegum málum í ýmsum bygðum landsins, leyfir
Prestafélagið sér að beina þeirri eindregnu áskorun til Iandsstjórnarinnar
og Alþingis, að framvegis verði á fjárlögunum veittar að minsta kosti
3000 kr. árlega í þessu skyni".
Á prestafundinum á Eiðum var samþykt: „Fundurinn æskir þess ein-
dregið, að fjárveiting Alþingis til ferðapresta haldist framvegis og verði
ekki minni en 3000 kr. á ári“. — Á prestafundinum á Akureyri var til-
laga sama efnis borin upp og samþykt.
Starfsemi þessi má ekki niður falla, því að hún getur áreiðanlega
orðið kirkju vorri til afarmikils gagns. Ættu allir kirkjunnar menn, jafnt
prestar og leikmenn, að stuðla að þvf, að svo mætti verða.
3. Launamál presta.
Félagsstjórninni bárust bréf og skýrslur, er Iýsa erfiðum kjörum og
aðstæðum ýmsra presta, einkum hinna yngri. Út af þeim málaleitunum
var samþykt, að fela fullfrúa Prestafélagsins í Sambandi starfsmanna
ríkisins að halda fram kröfum um bætur á kjörum presta, og að undir-
lagi aðaifundar félagsins var á síðustu prestastefnu kosin 5 manna nefnd
til þess að rannsaka þessi mál og gera tillögur til næsta Alþingis.