Prestafélagsritið - 01.01.1927, Blaðsíða 94
86
Þorsteinn Briem:
Prestafélagsritiö.
1. Fyrir þessu hefir einkum beitt sér áhugafólk innan safnað-
anna. En það hefir víðast skjótt á fundist, er fólk tók að
beita sér fyrir umbótum, að ýmsra ráða hefir orðið að leita
svo að fé fengist til framkvæmdanna. Sumstaðar hefir sú leið
verið farin, að jafna kostnaðinum niður á söfnuðinn. Er það
að vísu vandaminst, en hefir þó ýmsa galla. Oftast munu þeir
menn til innan safnaða, sem kunna litla þökk fyrir umbætur,
og er leitt að þurfa að heimta af þeim fé, til þess, sem þeim
er óljúft. Skyldugjöld og skattar eru aldrei vinsælir og inn-
heimta þeirra leiður baggi sóknarnefndum. Einmitt þessvegna
hafa menn leitað að öðrum ráðum. Góð félög innan safnað-
ar hafa stundum tekið málið á stefnuskrá. Svo er t. d. víða
um kvenfélögin, og má kirkjan vera þeim þakklát. Þá hafa
verið haldnar samkomur til fjársöfnunar, hlutaveltur eða ann-
að, sem tiltækilegt hefir þótt. Þær leiðir geta verið góðar í
eitt og eitt skifti og sem undantekning. En sá galli er á, að
tilkostnaður og fyrirhöfn lendir að mestu á sama fólkinu, ef
mjög oft er enaurtekið. Þá eru og skemtisamkomur þessar
oft eigi með kirkjulegum blæ og hlutaveltur enn síður. Fyrir
því eru bein samskot áhugasamra kirkjumanna fegursta og
eðlilegasta leiðin.
En þá kemur annað til greina. Efnamaðurinn getur gefið
mikla gjöf og honum er vel þakkað, en fátæklingurinn, sem
ann kirkju sinni engu síður, kemur sjer ef til vill eigi að
því að bera fram gjöf sína, af því að hann getur eigi gefið
svo ríkulega sem honum þykir við eiga. Þarna er því að
nokkru leyti alið á manna mun, en það á sízt við í kirkju-
málum. Bezt er því að samskotin fari þannig fram, að menn
viti ekki um gjafir hver annars. Þá er nóg ef tveir vita, gef-
andinn og Drottinn. Þá veit hver, sem gefur, að gjöf hans
er vegin á rétta vog, ekki eftir krónu-upphæð, heldur þeim
huga, er fylgir gjöfinni. í erlendum söfnuðum er allvíða hafð-
ur sá háttur á, að haldin er sérstök fórnar-guðsþjónusta til
styrktar kristniboði og ýmislegu líknarstarfi kirkjunnar. Er sú
guðsþjónusta höfð eins viðhafnarmikil og kostur er. Og í
messulok gengur söfnuðurinn upp að altari eða að gjafa-