Prestafélagsritið - 01.01.1927, Blaðsíða 46
38
Bráðabir gðatillögur.
Prestafélagsritið.
Söfnuðurinn svarar:
Og með þínum anda.
[Sursum corda:]
Presfurinn tónar:
Lyftum hjörtum vorum til himins.
Söfnuðurinn:
Vér hefjum þau til drottins.
[Præfatio:]
Presturinn snýr sér að altarinu og tónar.
Vér viljum þakka drotni, Guði vorum. Sannarlega er það rétt
og tilhlýðilegt, að vér alla tíma og á öllum stöðum þökkum þér
og lofum þig, heilagi faðir og eilífi Guð, sem gefur oss sig-
urinn fyrir drottin vorn Jesú Krists, sem er ljómi dýrðar
þinnar og ímynd veru þinnar. Vér þökkum þér fyrir miskunn
þína og trúfesti og fyrir allar þínar óumræðilegar ástgjafir —
og viljum syngja þér lof í söfnuðinum. Þér sé dýrð öld eftir
öld, þú sem ert yfir öllum og með öllum og í öllum og
megnar að gera langsamlega fram yfir alt það, sem vér biðj-
um eða skynjum.
[Sanctus:]
Söfnuðurinn:
Heilagur, heilagur, heilagur ert þú, drottinn hersveitanna.
Himnarnir og heimarnir eru fullir af þinni dýrð.
[Confiteor:]
Presturinn les þessa syndajátningu:
Faðir vor á himnum! Þú sem rannsakar og þekkir oss, þú
sem skynjar hugrenningar vorar álengdar, þú veizt hve oft oss
yfirsést og hve mjög vér þörfnumst fyrirgefningar þinnar vegna
synda vorra. Heyr vora auðmjúku bæn! Vér biðjum þig í
trausti náðar þinnar, sem þú hefir opinberað oss í syni þín-
um Jesú Kristi, drotni vorum: Vertu oss náðugur sakir elsku
þinnar og fyrirgef oss allar vorar syndir og yfirsjónir sakir
þinnar mildu miskunnsemi. Skapa í oss hreint hjarta, ó Guð,
og veit oss fyrir anda þinn styrk til að sigrast á öllum freist-
ingum, til að fullkomnast í þinni elsku og til að helga þér alt
vort líf. Drottinn Guð, miskunna þú oss!