Prestafélagsritið - 01.01.1927, Blaðsíða 108
100
Sveinbjörn Högnason:
Prestafélagsritið.
flutt oss á vængjum sér til ljóðrænna hulinsheima, — þang-
að sem skilningur vor og skýrleikshugsun ná aldrei að flytja
oss. Listin er dulræn í eðli sínu og leitast því við að hafa
áhrif á meira en skilninginn einan. Undirvitund sálarlífsins
og tilfinningalífið alt er oft bezti hljómbotn hennar. — Ef
vér því athugum samband trúar og lista, þá er rétt fyrst að
benda á það, sem einhver snjallasti listamaður heimsins, spek-
ingurinn Goethe, hefir sagt um þau efni. Hann segir á ein-
um stað í ritum sínum:
»Mennirnir eru aðeins frumlegir (produktiv) svo lengi sem
þeir eru trúhneigðir. Drepið trúhneigðina og listin er dauð«.
Trúhneigð mannanna, sem hann nefnir svo, álítur hann
því vera uppsprettu allra frumlegra hugsana, hvar svo sem
þær birtast í ræðu eða riti, í litum, ljóðum eða lögum tóna.
V7æri þetta rétt, sem efalaust má telja, að miklu leyti, — þá
væri trúin, með öðrum orðum, orðin frumlind allrar fegurðar
og orku í lífi vor mannanna. En hvað sem því líður, hvort
sem það er mælt of eða van, þá er hitt eins víst, að listirn-
ar hafa frá alda öðli þróast og lifað að fótum trúarinnar og
oft í þjónustu hennar. Mestu listaverkin, sem vér höfum frá
fyrri tímum, eru að miklu leyti runnin af trú og trúarþörf þeirra
manna, er skópu þau. Frá tímum heiðninnar höfum vér í
menningarlöndunum mestu hofin og hörgana, guðalíkanin og
goðasagnirnar og hin mjög merku og djúphugsuðu trúarrit
Austurlanda. Eftirað kristin trú hafði náð tökum á hugum manna,
óx brátt ný list í þjónustu hennar og nátengd henni. Sérstak-
lega er það þó málaralistin, með hinum miklu meisturum henn-
ar, er síðar komu, Angelo, Rafael, da Vinci o. fl. Og lista-
verk þeirra mörg, og flest, bera það með sér, að þau eru
runnin undan hjartarótum heitrar, lifandi trúar. Það er enda
sagt um einn þeirra, að hann hafi aldrei tekið sér pensilinn
svo í hönd, að hann byrjaði ekki fyrst með bæn til Guðs.
Og hver veit, hve mörg þessara listaverka heimsins hafa skap-
ast í slíkum bænaranda ? Hinn hugnæmi tilbeiðslu- og helgi-
blær þeirra margra, gæti að minsta kosti bent í þá átt, að
þau séu fleiri tilorðin í þeim anda en verk þess eina, sem