Prestafélagsritið - 01.01.1927, Blaðsíða 33
Presíafélagsritiö.
Trúarlíf Pascals.
25
Hann stendur oft á þröskuldi tveggja heima, og andi hans er
þar ýmist á ferð. Það einkennir öllu öðru fremur þessi ár
hans. Hann hugsar mjög um trúmál, brýtur heilann um guð-
fræði og trúarlærdóma. Hann trúir því örugt, að þar sé um
veruleika að ræða, er byggja skuli á æfi sína skilyrðislaust,
en sá veruleiki er ekki enn orðinn honum að djúpu og heitu
lífi. Tilfinning hans er ekki jafn-snortin af honum og vitund
hans. Guðfræðikenningin, sem hann aðhyllist, mótast enn lítt
af trúarreynslu sjálfs hans. Hann fylgir aðeins læknunum,
kennurum sínum.
Stefna þeirra, Jansenstefnan, var göfgasta guðfræðistefnan
þá á Frakklandi. Þar lifnaði við með nýju afli ein meginhug-
sjón kristindómsins. Tær lind streymdi fram úr djúpunum, og
runnu út frá henni kvíslar víðsvegar og veittu svölun hvar-
vetna. Hún hafði lengi verið byrgð rofi, en nú lærðu menn
aftur að meta kenningu og reynslu Ágústínusar, kirkjuföðurs-
ins mikla, sem fyr hafði rutt henni farveg, og lindin streymdi
eins og áður. Það var kenningin um náð Guðs, óendanlegan
og óverðskuldaðan föðurkærleika hans til mannanna. Náð hans
annars vegar og synd mannanna hins vegar eru skautin tvö,
sem trúarhugmyndir þessarar stefnu hverfast allar um.
Þessi heimur trúarlærdómanna, sem Pascal lifði í, virðist
smámsaman verða honum kærari á næstu árum og margt
skýrast betur, enda var heilsa hans svo veik og líkamsmáttur
þrotinn, að hann gat búist við því nálega á hverjum degi að
sjá eilífðarheimana opnast. I bréfum hans tveim, sem hann
skrifar systur sinni hálf þrítugur, kemur þetta í ljós. Það sem
sézt er honum ímynd hins, er ekki sézt. Náttúruheimurinn og
mannlífið bendir honum fram — þótt hvorttveggja sé spilt —
til hugsjóna, sem eiga að rætast, og boðorða, er ber að hlýða.
Hann sér í anda mynd Krists bregða þar fyrir og langar til
að grípa um klæðafald hans, því að hann sé frelsarinn. Hann
leiði mennina frá synd og fallvaltleika til eilífrar fullkomnunar.
Þroska þeirra séu engin takmörk sett: »Verið fullkomnir eins
og faðir yðar á himnum er fullkominn«. En alt er það að
þakka krafti náðar Guðs, því skal vaka og biðja um hann.