Prestafélagsritið - 01.01.1927, Blaðsíða 86
78
Friðrik J. Rafnar:
Prestafélagsritiö.
Englarnir svöruðu: Guð er sannarlega kærleikur. Hann
skapaði manninn til þess að hann að eilífu gæti lifað í sam-
félagi við hann, en með eigin mótspyrnu og rangri notkun
fríviljans, sem hann gaf honum, hefir maðurinn sjálfur skapað
sér helvíti. Guð hefir aldrei, og mun aldrei kasta neinum í
helvíti. Það er maðurinn, sem með syndum sínum skapar það,
en Guð hefir aldrei gert það.
Þessum manni var leyft að koma upp til himnaríkis. En
þegar hann kom þangað í dýrðina og ljósið frá sól réttlætis-
ins opinberaði allar syndir hans, fyltist hann skelfingu og við-
bjóði á sjálfum sér og flýði þaðan í ofboði og fór í loftköst-
um niður í botnlausa dýkið.
Þá heyrðist hin milda rödd frelsarans: Börnin mín, enginn
meinaði þessum manni að koma hingað, eða rak hann héð-
an. Það var hans eigið óhreina líf, sem neyddi hann burt
frá þessum helga stað, því enginn getur séð Guðsríki nema
hann endurfæðist.
Eftir aðra sýn, sem birtist, sagði einn af englunum: Hér
þarf ekki að kveða upp neinn dóm. Líf syndarans dæmir sig
sjálft. Hér er svo háttað, að sauðir og hafrar skilja sig sjálfir
að. Guð skapaði manninn til þess að vera ljóssins barn. Þess-
vegna getur engum liðið vel í myrkrinu fyrir utan, en synd-
arinn kvelst líka í nálægð ljóssins. Þessvegna er syndarinn
altaf í helvíti, hvar sem hann er.
Ræningi einn kom yfir um. Fyrst í stað skeytti hann lítt
um hvar hann var og hvernig honum leið, en fór svo bráð-
lega að þjóna náttúru sinni og sýna alskonar yfirgang og
rændi og stal öllu, sem hann náði til. En það var eins og
hlutirnir kærðu hann sjálfir. í lifanda lífi hafði það verið vani
hans að drepa menn og meiða fyrir minstu sakir. Eins ætlaði
hann að haga sér þar.
Um hann sagði einn af englunum: Þessi sál gæti gert hér
afarmikið ilt, ef hún væri ekki bundin niðri í myrkrinu.
Samvizka hennar er dauð, svo hún skilur ekki að með fram-
ferði sínu er hún að eyðileggja hæfileika sína til lífsins.
Með því að drepa aðra var hann að drepa sjálfan sig. Guð