Prestafélagsritið - 01.01.1927, Blaðsíða 147
Prestafélagsritið.
Gandhi.
139
Þá stóð svo á, að mikill fjöldi Hindúa átti heima suður í
Afríku. Þeir höfðu flúið land hópum saman, mest fátækur
vinnulýður, og leitað hælis í löndum Búa á austanverðri
Suður-Afríku. Talið er að 150 þús. indverskra innflytjenda
hafi þá átt heima í þeim löndum. Fjölmennastir voru þeir í
hafnar-borginni Natal. En ekki voru þeir velkomnir gestir-
Að vísu voru þeir yfirleitt mestu meinleysismenn og vinnu-
menn góðir. En það var eitt í fari þeirra, sem kom sér illa:
Þeir voru nægjusamari en hvítir menn, höfðu litlar þarfir og
sættu sig við lægri verkalaun en aðrir. Með því spiltu þeir
fyrir öðrum, sem harðari voru í kröfum. Landsstjórnin tók í
strenginn með þeim, sem ömuðust við þessum fátæku og
nægjusömu aðskotadýrum, og þröngvaði kosti þeirra með öllu
móti; til orða kom jafnvel, að banna þeim landsvist. Flestir
voru samtaka um að fara illa með þá. Þeir féflettir, fyrir-
litnir og sættu ótrúlegustu misþyrmingum bótalaust.
Ekki vissi Gandhi neitt um það, hvernig þessum útfluttu
löndum hans leið — í annari heimsálfu. En svo vill til, að
honum er boðin atvinna þar suður frá. Hann átti að taka
að sér umfangsmikið gjaldþrotamál, mjög umfangsmikið; var
búizt við, að það tæki heilí ár. Gandhi tók boðinu og fluttist
til Afríku. Það var árið 1893. Þá var hann 24 ára að aldri.
Óðar en hann steig fæti á land í Natal, varð hann þess
var, hve landar hans áttu bágt. Og þá ekki síður, þegar
hann kom lengra inn í landið, Transvaal. Hann fór ekki
varhluta af þeirri fyrirlitningu og andstygð, sem á þeim var
höfð. Áður hafði hann aldrei átt nema góðu viðmóti að mæta.
Á Englandi hafði honum verið tekið virðulega og með kurt-
eysi, hvar sem hann kom. Honum brá því heldur en ekki í
brún, þegar hann kom í þetta nýja land. I góðum gistihúsum
var honum kastað á dyr. I járnbrautarlestunum var honum
hrundið og sparkað. Alstaðar var hann hornreka, alstaðar
smánaður.
Honum lá við að láta hugfallast og snúa heim aftur þegar
í stað. En hann herti upp hugann og var kyrr, enda var
hann samningi bundinn. Hann tók til starfa og hraðaði verki