Prestafélagsritið - 01.01.1927, Blaðsíða 20
12
Jón Helgason:
Prestafélagsritið.
Sjálandsbiskups, að þessi hlunnindi voru veilt námsmönnum
til ómetanlegs gagns fyrir alt menningarlíf þjóðar vorrar um
alt að hálfa fjórðu öld. —
Báðir létu þeir biskuparnir Gísli Jónsson og Guðbrandur
sér mjög ant um að bæta hag presta sinna, sem víða var
mjög bágborinn, báru þeir það mál fram fyrir konung og
fengu góða áheyrn. En gagnstætt því, er átti sér stað syðra,
þar sem tillagið var þegar útlagt í jarðaafgjöldum og gat því
hljóðalaust gengið fyrir sig, spunnust allmiklar erjur út af
þessu í Norðurlandi, mest fyrir mótþróa höfuðsmanns, er
greiða skyldi tillagið af tekjum klaustursins á Möðruvöllum.
Varð biskup að kæra þetta fyrir konungi og hafðist það þá
fram að lokum, með því að konungur gaf út sérstaka tilskipun
um þetta (21. marz 1575), sem höfuðsmaður varð að lúta; en
aðalefni hennar var þetta:
Allar þær prestsjarðir, er prestsetur hafa verið að fornu,
skulu prestum aftur fengnar til ábúðar, þótt bændur hafi nú
búið á þeim í langan aldur, enda sé prestur til, er vilji á þeim
búa. Tolla og tíundir skulu prestar hafa, sem forn lög standa
til: heytoll, Ijóstoll, legkaup og líksöngseyri, og tíundir af öll-
um sóknarbændum sínum og jörðum í sókninni, hvers eign
sem er, nema af heimalandi klausturs og kúgildum, er því
landi fylgja. Prestur og djákni skulu vera á hverju klaustri og,
sé prestur kvæntur, skal fá honum hentuga klausturjörð til
ábúðar, en djákna fæði og klæði. Þá samþykkir konungur,
að sex stólsjarðir, sem Guðbrandur hefir tiltekið, séu afhentar
prestum til ábúðar eftirgjaldslaust (Eyjadalsá, Myrká, Auðkúla,
Rípur og sennilega Hjaltastaðir og Brúarland) með sex kú-
gildum hver þeirra, og ennfremur tvær jarðir (Hjaltabakki og
Hof á Skagaströnd) sín undan hvoru klaustri, Þingeyra- og
Reynisstaðar. Loks skyldi nú vera fast prestsetur í Grímsey,
sem ekki hafði áður verið, því að prestar úr landi höfðu verið
keyptir til að embætta úti þar í viðlögum. Konungstillaginu
(100 dölum) skyldi (eftir tillögum biskups) skift jafnt niður
milli þeirra 4 sýslna biskupsdæmisins. En auk þess sem Guð-
brandur biskup slepti með þessum hætti 6 stólsjörðum eftir-