Prestafélagsritið - 01.01.1927, Blaðsíða 183
Prestafélagsritið.
Erlendar bækur.
175
er hafa skilyrði fil að færa sér það í nyt og þrek fil að Ieggja á sig þá
fyrirhöfn, sem það kostar. Því að það, sem maður fær í aðra hönd við
að kynnast jafn djúphugsuðum rifsmíðum, borgar langsamlega þá fyrir-
höfn, svo að enginn þarf að iðrast hennar. Dv. J. H.
„Dansk Kirkeliv 1926“. G. E. C. Gads Forlag. Khöfn. 150 bls.
Verð kr. 3,75 danskar.
Eins og að undanförnu hefir verið gefin út bók um danskt kirkjulíf.
Vmsir af hinum merkustu mönnum dönsku kirkjunnar rita þar um sín
áhugamál. Er þar mikinn fróðleik að fá um mörg þau vandamál, sem nú
eru mikið rædd, f. d. um ríki og kirkju, samband skólanna við kirkjuna,
hið kristilega starf meðal æskulýðsins o. fl.
Skovg. Petersen ritar þar mjög skýra hugvekju, enda er hinn ákveðni
vitnisburður honum mjög eðlilegur. Ussing stiftprófastur ritar um ríki og
kirkju. Ein hin eftirtektaverðasta ritgerð í bók þessari er eftir N. A.
Larsen og heitir: Skólinn og kirkjan. Þá er fróðleg grein um Hans
Tausen eftir H. G. A. Jörgensen, og ítarleg ritgerð eftir Holger Begtrup,
söguleg greinargerð um háfíðina, er haldin var 1826, þá er 1000 ár voru
liðin frá komu Ansgars til Danmerkur, en 1100 ára hátíð var haldin í
fyrra. Orti þá séra Þórður Tómasson hátíðarljóðin og eru hin yndisfögru
Ijóð einnig birt í bók þessari. Þá er í ágætri grein eftir Th. Ingomar
Petersen hægt að kynnast prestsstarfi í Kaupmannahöfn, og ennfremur
eru í bókinni fögur minningarorð um Iátna merkismenn, t. d. Oxholm
hirðstjóra, en hann var með lífi og sál í kristnu starfi.
Vfirleitt má af allri bókinni sjá, að danska kirkjan er staríandi kivkjay
og gefst hér tækifæri við lestur góðrar bókar að kynnast starfandi trú.
Olfevt Richavd: „Udvalgte Skrifter for Ungdommen". 0. Lohse,
Khöfn.
Ollum, sem kynst hafa því, sem á síðustu áratugum hefir verið ritað
um kristindómsmál, er það kunnugt, að Olfert Ricard er sá höfundur,
sem drýgstan skerf hefir lagt til ritstarfanna, kristinni kirkju til eflingar
og fjöldamörgum til ómetanlegrar blessunar. Á undanförnum 25 árum
hefir hver bókin á eftir annari komið frá hendi hans. Er hann einn
hinn þektasti prestur og ræðumaður á Norðurlöndum, en jafnframt af-
bragðs rithöfundur, sem með ritum sínum hefir vakið menn til umhugs-
unar um hin helgustu mál og hjálpað mörgum inn á brautir trúarinnar-
Það var lán margra æskumanna að fá að kynnast honum og starfi hans
í K. F. U. M.
Bækur hans birfast í fjöldamörgum útgáfum, en nú hefir þeim verið
safnað í eina heild, og fást því bæði allar í heild og einstakar.
Ein bók hans er nú nýlega enn einu sinni prentuð. Er það bókin
„Ungdomsliv“, sem hefir hlotið fádæma mikla útbreiðslu. Er nú komin