Prestafélagsritið - 01.01.1927, Blaðsíða 99
Prestafélagsritið.
Kirkjudagsræða.
91
haustblómin og votta þeim þakkir, sem nú hafa hlotið hvíld.
Og fyrir því ætti og sama hugsun að vaka fyrir oss, sem nú
komum hingað. Kirkjuganga vor í dag á að vera minningar-
ganga til þess að votta þeim þakkir, sem í lifanda lífi voru
oss [til blessunar, og veita oss enn blessan, er vér minnumst
þeirra með réttum hug.
Haustblómin fölna fyr hjá oss en hjá hinum suðrænni þjóð-
um. Fyrir því er það naumast á valdi voru að minnast lát-
inna ástvina vorra nákvæmlega að sama sið sem þær gjöra.
Þessvegna höfum vér heldur komið hingað, þar sem vér
eigum sálufélag við látinn ástvin, er vér dýrkum Guð vorn.
Þessvegna leggjum vér hér fram þakkarfórn vora til Guðs,
sem gaf þá, er vér minnumsf. Vér komum með gjöf vora
hingað í staðinn fyrir haustblómin, og til þess með henni að
reisa nýtt musteri, þar sem hver steinn verði minningarmark
um einhvern þann, sem vér höfum elskað,
Sjálfum mundi þeim ei óljúfara, að sín væri minst á þann
hátt. Og þau minningarblóm munu bera ávöxt til blessunar
fyrir sjálfa oss og börn vor.
Þegar vér því, innan stundar, göngum hér upp að altaris-
grátunum til þess að leggja þar minningargjöf, þá ber oss að
ganga þá minningargöngu í hljóðri bæn og í þakklátri lotn-
ingu fyrir því, sem vér höfum mist kærast.
Oss ber að minnast þess, sem vér, og önnur safnaðarsyst-
kini vor, höfum átt og eigum nú geymt hjá Guði. Það er ekki
fátt! Með hverju ári, sem vér lifum, verða þeir æ fleiri og
fleiri, sem kveðja. Oft er oss sárast að minnast þess, sem vér
höfum mist síðast. Sumum hverfur látni ástvinurinn aldrei úr
hug. — Mér kemur í hug hvítur öldungur, hér í söfnuðinum.
Eg sé hann oftar en flest ykkar, og sjaldan held eg, að við
höfum átt svo tal saman, að hann hafi ekki minst á látinn
son sinn. Hve mörg eru þau ekki gamalmennin, sem líður
ástvinamissirinn aldrei úr hug? Það veitir þreyttum huga
þeirra fró, að minnast þess, sem þau hafa átt kærast. Þannig
er og um marga, sem yngri eru.
Vér hugsum um alla þá, sem þegar hafa kvatt oss. Vér