Prestafélagsritið - 01.01.1927, Blaðsíða 148
140
Kjartan Helgason:
Prestafélagsritiö.
sínu sem mest mátti, því að hann þráði að sleppa sem fyrst
úr þessum kvalastað. Og áður en ár var liðið, hafði hann
lokið erindi sínu, og ætlaði þá ekki að binda neðan við það,
en bjó sig í snatri til heimferðar. En það fór nú öðru vísi
en ætlað var. Það dróst full 20 ár, að hann færi heim.
Þegar hann var að því kominn að stíga á skip alfarinn frá
Afríku, þá fréttir hann, að landsstjórnin er að semja lög, þess
efnis að svifta Hindúa þar í landi öllum venjulegum mann-
réttindum, og gera þeim þar með ólíft í landinu. Þá var eins
og hvíslað að honum þeirri spurningu: Er mér vandara um
en hinum, sem hér verða að sitja eftir ? Er ekki ódrengilegt
að flýja ? Væri mér ekki sæmra að reyna að verða ættbræðr-
um mínum að liði? Gandhi var ekki í vafa um, hvers rödd
það væri, er svo spyrði, enda var hann ekki heldur í vafa
um svarið. Hann settist aftur, varð kyrr í kvalastaðnum, og
tók til nýrra starfa.
En verkefnið var ekki árennilegt. Hann hafði þar á móti
sér bæði stjórnarvöldin og allan þorra þjóðarinnar. Fyrst fór
hann bónarveginn og reyndi að sannfæra. Hann ritaði um
hag Hindúa og sýndi ljóslega fram á, að þeir væru beittir
rangindum; meðferðin á þeim hefði ekki við nein lög að
styðjast, heldur væri óréttmæt í alla staði. Hann samdi hverja
bænarskrána á fætur annari um réttarbætur, og sægur Hind-
úa skrifaði undir. Vera má að honum hafi tekist með þessu
að sannfæra einhverja — í orði kveðnu. En í reyndinni varð
árangurinn lítill. Gandhi sá að hér dugðu ekki fortölur einar
eða málsfærsla. Til annara ráða varð að grípa. Baráttu varð
að hefja í verki, þótt við ofurefli væri að etja.
Hindúar sjálfir voru ekki glæsilegir liðsmenn og ekki álit-
legt að gerast foringi þeirra. Þeir voru dreifðir víða og höfðu
engan félagsskap sín á milli. Að sjálfsögðu voru þeir spiltir
orðnir og siðlausir af langvarandi kúgun og misþyrmingum.
Það fer oftast svo, er fram í sækir, að þeir verða afhrak
annara, sem allir hafa ímugust á og einskisvirða. Eini vegur-
inn til að bjarga þeim var því sá að siða þá sjálfa og menta.
Það uppeldisstarf réðist Gandhi nú í með óþreytandi elju.