Prestafélagsritið - 01.01.1927, Blaðsíða 180
172
Erlendar bækur.
Prestafélagsritiö
ist varla þörf, svo alþýðlega sem bók þessi er samin, öll framsetningin
auðveld frá höfundarins hendi og ljós hverjum greindum manni. —
Þeir trúarflokkar, sem hér er lýst, eru: 1. Skírendur (baptistar), 2. Metó-
distar, 3. Hjálpræðisherinn, 4. „Katólska-p»stullega kirkjan" (Irvingianar),
5. Hvítasunnuhreyfingin, 6. Aðventistarnir, 7. Alþjóðafélag til biblíulestrar-
iðkunár (eða Dagrenning þúsundáraríkisins), 8. „Hinn evangelisk-lúterski
frísöfnuður (sem presturinn Qrunnet setti á fót) og 9. Lúterska trúboðsfé-
Iagið (Bornhólmara-flokkurinn). Tveir hinir síðasttöldu trúflokkar eru danskir
að uppruna og hefir þeirra orðið lítið sem ekkert vart utan Danmerkur.
í ítarlegum inngangi gerir höfundurinn grein fyrir því, hvernig þess
konar trúarflokkar verði til og hvernig sé farið afstöðu þeirra til safn-
aðartrúarinnar innan kirkjunnar. Og þar fær það ekki dulizt, að lagður
er nokkuð annar mælikvarði á þessa trúflokka utan þjóðkirknanna en
menn hafa átt að venjast. Hið útlenda orð „sékt“, sem einatt er gripið
til í íslenzku, er talið berst að þess háttar trúarflokkum eða „ókirkju-
Iegum“ hreyfingum, er venjulega viðhaft í niðrandi merkingu og táknar
þá einn eða annan félagsskap „villuráfandi" manna, sem af einhverjum
þvergirðingi hafa snúið baki við hinni stjórnlega viðurkendu kirkju hlut-
aðeigandi lands. Þessum skilningi orðsins „sekt“ mótmælir höfundurinn
svo sem algerlega röngum þegar á fyrstu blaðsíðu rits síns og bendir
þar á annan eins trúarflokk og „Metódismann" sem sönnun þess, hvílík
fásinna sé að telja hann sem flokk „villuráfandi manna" — trúarflokk,
sem rúmi nálægt 30 miljónir manna, þar sem bæði sé prédikað evan-
gelíum Krists og sakramentin um hönd höfð, enda viðurkent kirkjufélag
í flestum evangeliskum Iöndum. Hér við bætist svo það, að einmitt hjá
„sektunum" hafi einatt komið fram mikilvægar hliðar fagnaðarerindisins,
sem ekki hafi áður verið fullur gaumur gefinn innan kirkjunnar, en við þá
einhliða áherzlu, sem hlutaðeigandi „sekt“ lagði á þetta atriði, hafi
kirkjan komið auga á réttmæti þess og það með þeim hætti öðlast
heimilisfang innan vébanda hins kirkjulega kenningakerfis.
Höfundurinn varar við að nota kenningarnafnið „sekt“ um þessa utan-
þjóðkirkjuflokka, því að nafnið feli í sér neikvætt mat á þeim og nei-
kvæðan dóm um gildi þeirra, sem alls ekki faki tillit til þess, að þar
eiga einatt í hlut menn, sem í fullri meðvitund um ábyrgðina, sem það
hefir sífelt í för með sér að „yfirgefa söfnuð sinn“, og aðeins til þess
að geta þess betur séð trúarþörf sinni borgið, hafa snúið baki við
stjórnlega viðurkendum kirkjufélagsskap sínum í þeirri von að geta unnið
sér andlegt heimilisfang utan hans.
Og með þessa skoðun á trúarfiokkunum að bakhjarli er rit þetta
samið. Þar er ekki, eins og venjan hefir lengst af verið innan kirkjunnar,
verið að kveða áfellisdóma yfir þessum trúflokkum með samanburði á
sérkenningum þeirra við þær kirkjulegu skoðanir, sem haldið er fram
í viðurkendum játningarritum vorrar eigin kirkjudeildar. Þar er ekki