Prestafélagsritið - 01.01.1927, Blaðsíða 129
Prestaféiagsritið. Hvern segið þér mig vera? 121
Til svars er ekki nema ein leið, sama leiðin, sem læri-
sveinarnir gengu forðum. Hjartað getur verið ósnortið af því,
er aðrir segja, og það enda þótt við skipum okkur þar í
ákveðinn flokk. Játningin verður að byggjast á því, sem við
höfum lifað sjálf. Hún verður að vera einlæg og sönn, reynslu-
játning. En játning varanna einna hefir ekkert gildi, hversu
fögur sem hún kann að þykja, eða minna en ekkert. ]afnvel
þó við höfum upp hátíðlega játningu Péturs: Þú ert Kristur,
þá erum við engu bættari, nema hún ómi einnig í djúpum
sálarinnar. Enginn getur kallað ]esú í sannleika Krist nema
af heilögum anda.
Hvern segið þér mig vera?
Við finnum öll þroskaleysi okkar, vanmátt og reynsluskort,
en þó munum við geta gefið svar.
»Að þekkja Krist er að þekkja velgjörðir hans«.
Þótt þú þektir ekki nema eina velgjörð hans, þá gætir þú
gefið svar, sem væri satt og mikilsvert sjálfum þér — og honum.
Hversu aumt og kalt yrði líf okkar, ef öll áhrif frá ]esú
og kenningu hans væru horfin þaðan. Fegurð heimsins föln-
aði þá upp, gleðin þyrri, huggun fyndist engin í þyngstu
hörmum, engin von um dag á dimmastri nótt. Við myndum
aðeins stara í myrkur fram undan og hvern dag heyra þjóta
þunglega í hliðum Heljar.
Auðlegð æfi okkar er frá ]esú runnin. Ljósið hans, sem
við lærðum börn að biðja, að logaði við rúmið okkar, hefir
orðið sólskinið í lífi okkar. Þegar mamma okkar sagði frá
honum, þá eignuðumst við um leið himin Guðs föður og nýja
birtu yfir jörðina. Blómin í varpanum, fífilinn og sóleyin, fugl-
arnir og söngur þeirra, sólin og vornóttin bjarta, alt hafði
það eitt að segja við okkur: En hvað Guð er góður. Við
búum að því enn og munum búa til hinsta andartaks og leng-
ur. Dýrustu og beztu stundirnar höfum við lifað í samfélagi
við Guð og bæn í ]esú nafni. Þær myndum við sízt vilja
missa. Þær hafa gildi, þótt annað þrjóti, og benda í himininn.
Við eigum eitthvað af reynslu skáldsins, er það minnist þess,
hversu móðir þess boðaði því ]esú, og segir svo: