Prestafélagsritið - 01.01.1927, Blaðsíða 18
10
Jón Helgason:
Prestafélagsritið.
um yfirleitt ærið ábótavant í flestum greinum, ekki sízt er að
starfi þeirra lutu. Lærdómurinn var af mjög skornum skamti
hjá þeim flestum, og sama var um skilning þeirra á megin-
hugmyndum hins nýja siðar og um kröfur þær í siðferðisleg-
um efnum, sem prestsstaðan gerði til þeirra. Siðferði presta
var enn, ekki síður en verið hafði í katólskum sið, mjög
ábótavant og legorðsmál ekki sjaldgæf. En þó kvað enn meira
að fáfræði þeirra og hjá mörgum hirðuleysi um embættis-
rekstur allan, og margvíslegri óreglu, er af því stafaði. Þegar
á fyrstu prestastefnunni, sem Guðbrandur hélt, hafði hann
meðal annars fengið samþykt, að prestar skyldu eigi taka til
altaris þá, er ekki kynnu fræðin, nema einhver væri sjúkur
og beiddist þess. En prestar létu því ósint, og héldu áfram
að taka til altaris hvern er vera skyldi, hvort sem hann kunni
nokkuð eða ekki neitt. Biskup fyrirskipaði því að lokum al-
menna yfirheyrslu og fermingu barna í áheyrn safnaðarins
alstaðar í biskupsdæmi sínu og samdi í því skyni »Konfirma-
tionar-bók ungra manna* ásamt leiðbeiningu til að spyrja
börn, sniðna eftir saxneskri leiðbeiningu »um þá réttu ferm-
ingu, eins og hún hefir frá öndverðu verið tíðkuð í kristn-
inni*. Jafnframt lét hann prenta fræði Lúters hin minni í
fjölda eintaka, svo að þau kæmust inn á hvert einasta heimili
og yrðu lærð af ungdómnum. Mörgum af ritunum, sem hann
gaf út, fylgdi hann úr hlaði með allítarlegum formála, sem
stundum svipaði til hreinna »hirðisbréfa«. Hann notaði for-
málana ekki aðeins til að vekja eftirtekt lesendanna á efni
riísins og tilgangi eða til þess að fræða um, hvernig það
skyldi lesa, svo að lesandinn hefði þess sem mest not, heldur
einnig til þess að koma þar að almennum áminningum. Varða
þær áminningar þó einkum prestana, trúarlíf þeirra, siðferðis-
lega breytni og alla embættisfærslu yfirleitt. Einkanlega leggur
hann þeim alvarlega á hjarta, hve nauðsynlegt þeim sé að
»Iifa í orðinu*, að hafa það kostgæfilega um hönd sjálfum
sér til vaxtar í hinum heilnæma lærdómi, með því að það sé
skilyrðið fyrir heilbrigðum vexti trúarlífsins og fyrir því að