Prestafélagsritið - 01.01.1927, Blaðsíða 77
Presiafélagsritið.
Kristileg festa.
69
af samvizku sinni. Samvizka kristins manns bindur hann og
leyfir honum ekki að gera neitt það, sem gagnstætt er anda
Krists. Frelsi kristins manns takmarkast af kærleiksboðorðinu
og hefir lunderni Krists sér til leiðsagnar. Þannig samrýmist
hjá honum kristileg festa og kristilegt frelsi.
Eitt sinn var ég á ferð með allmörgum löndum mínum.
Vorum við saman svo Iangan tíma, að gott tækifæri var til
að kynnast. Var um margt talað og þar á meðal um trúmál.
Einnig var talsvert tækifæri til að kynnast framkomu og
framferði þessara manna og draga af því ályktanir. Reyndust
þessir menn mér svo, að þeir voru flestir fúsir á að tala um
andleg mál, flestir höfðu einnig allmargt um þau mál lesið
og virtust fúsir að lesa sem flestar slíkar bækur og vildu
heyra um þau mál talað. Við guðræknisiðkanir vildu þeir líka
vera og tóku þátt í sálmasöng af lífi og sál. Þó sögðust þeir
ekki vera biðjandi menn, nema einn af þeim, er ég átti tal
við um það. Lítii festa fanst mér líka vera í lífsskoðun flestra
og sömuleiðis í framkomu. Aðeins einn var algjör undan-
tekning, sá sami sem sagði mér að hann bæði til Guðs. Hjá
honum var bæði festa í lífsskoðun og í allri framkomu. Eg
þóttist alt af vera viss um, hvar ég hefði hann. Hann gat
verið glaður með glöðum, en ávalt á saklausan hátt, og hon-
um virtist ávalt vera það áhugamál að koma fram til góðs.
Það var ekki hægt annað en að virða festu þess manns og
vera hlýtt til hans eftir kynninguna. Mér fanst mest til um
hann, og var þó margt gott um hina alla.
Mér hefir oft dottið í hug, hvort þessi hópur samferða-
uianna minna hafi verið spegilmynd af íslenzkri kristni nú-
tímans. Menn vilja hugsa um andleg efni, hlusta á menn, er
uifl þau tala, lesa bækur, er um þau fjalla, tala um þau mál
°3 leggja dóma á skýringar annara. Þetta sýnir, að hugir
uianna eru opnir fyrir fleiru en því, er varðar líkamlega líðan
sjálfra þeirra og þjóðarinnar. A þessu ber svo mikið, að ekki
verður fram hjá því gengið. Menn hafa áreiðanlega meiri á-