Prestafélagsritið - 01.01.1927, Blaðsíða 139
Prestaféiagsritið. Séra Jón Þorsteinsson píslarvottur. 131
En þó að séra Jón Þorsteinsson þætti merkisklerkur og
sálmaskáld á sinni tíð, þá eru það þó vissulega viðburðirnir
við dauða hans, sem mest hafa haldið minning hans á lofti.
Frá því er Tyrkir tóku Miklagarð, um miðja 15. öld, má
svo segja að þeir vofðu yfir Evrópuþjóðunum eins og ógur-
leg mara. Komust þeir meira að segja svo langt, að þeir
settust um sjálfa höfuðborg þýzka ríkisins, Vínarborg. Lá þá
við að þeir næðu yfirhöndinni í Norðurálfunni. Á hinn bóg-
inn hófu þeir og snemma fjarskalegan ránskap á sjó, og höfðu
þar forustuna borgir nokkrar á norðurströnd Afríku, einkum
borgin Algier. Fengu þjóðirnar við Miðjarðarhafið einkum að
kenna á þeim, en þó leituðu þeir einnig lengra út lil hafs-
ins og norður á bóginn. Herjuðu þeir á strendur Portúgals
og Spánar, Frakklands og Englands og eyjum þar í grend
og á 17. öldinni gerðu þeir vart við sig á íslandi, Færeyjum
og Jótlandi. Voru þeir hinir verstu viðskiftis, harðfengir og
grimmir, drápu, brendu og rændu. En það sem tilfinnanlegast
var þó, var það, að þeir sóttust mjög eftir að ræna fólki og
seldu það í ánauð.
Annars voru höfin yfirleitt mjög ótrygg um þessar mundir.
Bæði frakkneskir og enskir sjóreyfarar voru á hverju ári á
ferðinni og varð Danakonungur árlega að senda herskip til
varnar gegn öllu þessu illþýði.
Árið 1614 kom einn slíkur enskur sjóræningi til Vestmann-
eyja. Var hann kallaður Jón »gentleman«. Gengu þeir þar á
land, rændu og spiltu mörgu, og héldust við í Eyjum svo
vikum skifti. Var þá séra Jón orðinn prestur þar, og horfði á
þessi ósköp. Hóf hann þá ákafar áminningar til sóknarbarna
sinna um að betra líferni sitt, því hér væri um beina refsing
Guðs að ræða, og mundi meira á eftir fara ef þeir bættu ekki
ráð sitt. Orti hann meðal annars um þetta langan sálm. Lýs-
ir hann þar fyrst illum og andvaralausum lifnaði manna og
svo ýmsum táknum og stórmerkjum, sem boðað hafi nálægan
refsidóm Guðs, bæði jarðskjálfta, óvætti úr sjó, skipreika,
bráðan bana margra o. s. frv.