Prestafélagsritið - 01.01.1927, Blaðsíða 68
60
Sigurður P. Sívertsen:
Prestafélagsritið
bænin gerð ræk úr mannlífinu, væri slitið samfélaginu milli
mannkynsins og Guðs, og barnið væri gert mállaust gagnvart
föður sínum. — Um þetta kemur kristnum mönnum saman,
hversu margt annað sem kann að valda ágreiningi.
Þegar menn gera sér það ljóst, hlýtur mönnum að skiljast,
hve afarmikilsvert það sé, að þetta sameiginlega, kjarni allrar
guðsdýrkunar, nái sem bezt tökum á hverri þjóð. Festa guðs-
dýrkunarinnar þarf að vera festa gudssamfélagsins og guðs-
traustsins. Festa í bæn og tilbeiðslu með öruggum huga.
Nýja-testamentið á mörg dæmi þessa örugga guðstrausts og
þessarar festu í guðsdýrkun. Guðstraust og festa og öruggleiki
]esú sjálfs uppelur lærisveina hans, unz þeir smátt ogsmáttverða
sjálfir fastir fyrir. Enda voru þeir smeð einum huga stöðugir
í bæninni« (Post. 1, 14.). Sjáum vér bæði af guðspjöllunum
og Postulasögunni, hvernig þeir smámsaman þroskast í guðs-
traustinu og líkjast æ meir meistara sínum og drotni. Eitt
með fegurstu dæmum þessa guðstrausts eigum vér í 27. kap.
Post., í lýsingunni á Páli postula, er hann lenti í ofviðrinu
og sjávarháskanum án þess að æðrast. Hann gat hvatt aðra
til að vera með öruggum huga, þar eð hann sjálfur treysti
Guði (v. 22. og 25.).
Þetta sama guðstraust kemur fagurlega fram í ýmsum
sálmum í sálmabók vorri, þó ef til vill hvergi eins og í sálm-
inum alþekta:
„Þótt vonir bregöist margar mér
og mæöu við ég búi,
mín von um drottins vernd ei þver;
ég veit á hvern ég trúi “.
Þarna birtist festa hins biðjandi manns, sem með kærleika
og lotningu hallar sér í gleði og sorg upp að elskandi föður-
hjartanu og segir: »ég veit á hvern ég trúi«.
Að þeirri festu þurfum vér öll að keppa. Það á að vera
stefnumark vor allra, að þjóð vor mætti eignast sem mest af
þeirri öruggu festu guðstraustsins og guðssamfélagsins.