Prestafélagsritið - 01.01.1927, Blaðsíða 59
Presiafélagsritið.
Bráðabirgðatillögur.
51
Gef öllum hjónum náð til þess að lifa svo saman, að þau
efli hvort annars heillir, líkamlegar og andlegar, með fórn-
fúsum kærleika, og hjálpi hvort öðru til þess að lifa í ein-
lægu og innilegu samfélagi við þig, og vaxi fyrir það daglega
í öllu góðu og eignist þá gæfu og gleði, sem varir til eilífðar.
Veit einnig þá föðurlegu blessun þína þessum brúðhjónum.
I Jesú nafni. Amen.
Þá segir presturinn við brúðhjónin:
Kæru brúðhjón! Þið eruð komin hingað til þess að vígjast
í hjónaband og til þess að biðja Guð um að helga og blessa
hjúskaparsambúð ykkar.
Heyrið þá hvað frelsari vor Jesús Kristur segir um hjóna-
bandið og kærleikssambúð kristinna manna:
»Hafið þér eigi lesið, að skaparinn frá upphafi gerði þau
karl og konu, og sagði: Fyrir því skal maður yfirgefa föður
og móður og búa við eiginkonu sína, og þau tvö skulu verða
eitt hold? Þannig eru þau ekki framar tvö, heldur eitt hold.
Það sem Guð því hefir tengt saman, má eigi maður sundur
skilja«. (Matt. 19, 4—6).
»Nýtt boðorð gef ég yður: Þér skuluð elska hver annan,
á sama hátt og ég hefi elskað yður. Af því skulu allir þekkja,
að þér eruð mínir lærisveinar, ef þér berið elsku hver til
annars*. (Jóh. 13, 34—35).
Heyrið ennfremur orð postulans:
»Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður. — Hann
breiðir yfir alt, trúir öllu, vonar alt, umber alt«. (1. Kor. 13,
4. 7.).
»íklæðist því eins og Guðs úívaldir, heilagir og elskaðir,
hjartgróinni meðaumkun, góðvild, auðmýkt, hógværð, langlyndi;
umberið hver annan og fyrirgefið hver öðrum. — En íklæð-
ist yfir alt þetta elskunni, sem er band algerleikans, og látið
frið Krists ríkja í hjörtum yðar«. (Kól. 3, 12—15).
»Berið hver annars byrðar og uppfyllið þannig lögmál
Krists«. (Gal. 6, 2).
»Verið ekki hugsjúkir um neitt, heldur gerið í öllum hlut-
um óskir yðar kunnar Guði með bæn og beiðni ásamt þakk-