Prestafélagsritið - 01.01.1927, Blaðsíða 93
Preslafélagsriliö.
Kirkjudagur.
85
Með góðri hirðu og umönnun gæti kirkjugarðurinn víða orðið
fegursti bletturinn í sókninni, og talandi vottur um ræktar-
semi sona til feðra sinna.
Þar næst vil ég beina þeirri spurningu til áhugasamra
manna um kirkju- og safnaðarmál, hvort ekki gæti sumstaðar
verið rétt að reyna að taka upp kirkjudaginn aftur.
Er þess ekki fullkomin nauðsyn, að ætla a. m. k. einn dag
ársins til að vinna að því hlutverki, sem kirkjudagurinn vann
áður, — að efla ást til kirkju, glæða ætfar- og minningahelgi
og fórnfýsi fyrir gott mál? Og er þá ekki ánægjulegast, að
sá dagur beri hið forna nafn, þótt tilhögun væri önnur?
Margar helgustu minningar manna eru að einhverju
bundnar við kirkjuna. Eftirtektarverð eru orð bónda eins, er
leggja átti niður sóknarkirkju hans og sameina annari: »Hér
í þessari kirkju hefi ég lifað sætustu og sárustu stundir lífs
míns. Hér var ég fermdur. Hér vorum við hjónin gefin
saman. Hér voru flest börn mín skírð og fermd. Hér hefi
ég fylgt nokkrum þeirra og foreldrum mínum til grafar. Við
þetta hús er bundið alt, sem mér er viðkvæmast og kærast.
Hvernig gæti ég þá viljað láta rífa það niður?« Þannig hugsa
þeir, sem vernda vilja helgar minningar, og þann hugsunar-
hátt á að efla og beina í rétta átt.
í einu prestakalli er mér kunnugt um, að kirkjudagshaldi
hafi verið kornið á aftur. Hafa konur safnaðarins þá skreytt
hirkjuna fagurlega með blómum og á annan hátt. Lítanía
sungin og hátíðasöngvar notaðir og svo vandað til sálma-
söngs sem kostur er, en í ræðu sinni hefir prestur sérstak-
lega reynt að leggja áherzlu á þau þrjú atriði, sem minst er
á hér að framan. Hefir kirkjudagurinn orðið bæði presti og
söfnuði til hinnar mestu ánægju og áreiðanlega verið spor í
rétta áít.
I mörgum söfnuðum landsins er allmikill áhugi á að prýða
sóknarkirkjuna. Hefir sá áhugi víða glæðst hin síðustu ár.
^egna þess áhuga hafa kirkjur verið reistar af nýju, en
aðrar fengið góða endurbót. Víða hefir kirkjunni verið gefin
altaristafla, nýr messuskrúði, altarisklæði, hitunartæki o. þ. u.