Prestafélagsritið - 01.01.1927, Blaðsíða 125
PrestafélagsritiO.
Hvern segið þér mig vera ?
117
fundið það, að hann var að færa þjóð sinni guðsríkið. Ná-
lægð þess tók að yfirskyggja landið alt. Boðskapur þess end-
urómaði frá hæðum og húsum, lifandi kornstangamóðan á
ökrunum birti vaxtarlögmál þess og Gennesaretvatnið varð í
þessari björtu umgerð eins og silfurstrengjuð harpa, er bærð-
ist fyrir andvara þess. Það var að koma þar sem Jesús var.
Hver minning um hann birti það: Kenning hans við guðsþjónust-
urnar heilögu í samkunduhúsinu í Kapernaum, í sveitunum,
þorpunum og á fjallinu, lækningarnar, dvölin á heimili þeirra,
einvera hans til bæna í kyrð náttúrunnar, mildur kærleiki hans
við breyzka og veika, en strangur við »heilbrigða, sem ekki
þurftu læknis við«, djörfung hans og ró í storminum og æðandi
öldunum á vatninu og frammi fyrir enn ægilegra hafróti hjartans
rétt á eftir í hamrahjöllum Gerasabygðar. Alstaðar var hann sig-
urvegari í trausti til Guðs og mætti hans. Þannig hafði hann
haldið áfram óhikað, er honum barst andlátsfregn dóttur
Jaírusar, hann hafði rekið þá út, er voru með harmalæti eða
hlógu að trú hans, en gengið að sjúkrabeðinum með nánustu
ástvinum beggja og vakið hana til lífsins. Mikill mannfjöldi
íylgdi honum borg úr borg og hafði jafnvel þegar orð á því
að gera hann að konungi. Og þeir, lærisveinarnir, voru orðnir
þátttakendur í starfi hans. Hann hafði sent þá tvo og tvo
saman um Galíleu til þess að boða með sér komu guðsríkis
°2 lækna sjúka. Sjálfur hafði hann á meðan leitað þessara
fríðu héraða nálægt Sesareu til samfunda við föður sinn á
himnum í einveru og friði náttúrunnar. — Nú voru þeir
^omnir til hans aftur fagnandi úr för sinni. Guðsríkið var alt
af að verða meira og meira í augum þeirra og meistari þeirra.
Þeir hafa öðlast þroska til þess að svara spurningunni miklu.
Þegar þeir svo eru að segja Jesú frá ferðum sínum og
árangrinum af þeim, þá spyr hann þá þessa: »Hvern segja
menn mig vera?« Og svörin verða eðlilega á ýmsa vegu, er
teir höfðu víða farið: Jóhannes skírara, og aðrir: Elía, en
aðrir: einn af spámönnunum. Jóhannes skírari hafði þá fyrir
skömmu verið líflátinn, og hugðu sumir, að andi hans hefði
komið yfir Jesú og væri máttugur í honum. Elías átti sam-