Prestafélagsritið - 01.01.1927, Blaðsíða 87
PrestafélagsritiB.
Eftir dauðann.
79
einn veit hvort þessi maður og hans líkar verða ekki að
kveljast óendanlega lengi, eða jafnvel um alla eilífð.
Vistarvera þessa ræningja og hans líka er þannig, að engin
orð fá lýst þeim skelfingarstað. Þar þjáist sálin óaflátanlega
í nokkurskonar ljóslausum loga. Sá eldur deyr aldrei, og
brennir ekki eða eyðir.
En einn af öndunum, sem þarna var viðstaddur sagði:
»Hver veit nema þetta sé þó eftir alt saman einskonar
hreinsunarlogi.*
VII. Ástand réttlátra. Fyrir trúmanninum byrjar eilíft líf
þegar hér í lífi, og fyrir hann er dauðinn ekki dauði, heldur
inngangurinn til eilífðar-bústaðarins. Það er því ekki dauða-
stund, þegar sál trúaðs manns skilur við líkamann, heldur
fæðing inn í hinn andlega heim. Dauðastundin er þeim þess-
vegna gleðistund.
Oft er það, að trúaður maður sér inn í annan heim nokk-
urri stund áður en hann skilur við, og gæti þá sagt frá því
sem hann sér. Er hann þá oft umkringdur englum og látn-
um ástvinum. En hafi hinn deyjandi maður farið að skýra
frá þessu, er það alla jafna skoðað sem óráðs hjal.
Þegar maðurinn er látinn, sér hann látinn líkama sinn og
þá, sem yfir honum hafa verið í dauðanum, og óskar þá oft
eftir að geta gert ástvini sína vara við sig og geta huggað
þá. Hann íklæðist strax hinum andlega líkama, og englar
fylgja honum til framtíðarbústaðanna. Oft birtist Kristur hon-
um, ýmist á leiðinni eða þegar þangað er komið.
Ríki himnanna er miklu líkara því, sem við þekkjum, heldur
en við gerum okkur venjulega ljóst, þó auðvitað sé það dýrð-
legra. Þar eru yndislegir garðar, tré, blóm og ávextir, vötn
og allskonar skepnur. Þar er eilíft ljós, en enginn skuggi,
engin synd eða þjáning, en eilífur friður og gleði. Og í
bústöðum hinna hólpnu er alt, sem þeir þarfnast og þurfa
hendinni til að rétta.
Prestur nokkur, sem áleit sig bæði lærðan og guðhræddan,
dó á gamals aldri. Hann hafði líka verið bezti maður. Þegar