Prestafélagsritið - 01.01.1927, Blaðsíða 97
Prestafélagsritið
Kirkjudagsræða.
89
Þetta tvent fær mjög vel sameinast, þegar nánar er að gáð.
Vér höldum kirkjuhátíð vora til þess að minna oss á, að
vér, sem á Drottin trúum, erum eitt samfélag og eigum sam-
eiginleg auðæfi í kirkju Guðs. Og vér höldum Allra heilagra
messu til að minnast þess, að þetta samfélag játenda Drottins,
nær ekki aðeins til Guðs kirkju hér á jörðinni, heldur út
yfir dauða og gröf.
Kirkjan er samfélag allra þeirra, sem nú lifa í trú á Drottin
]esú, og allra hinna óteljandi sálna, sem lifað hafa í trúnni
á hann.
Vér viljum í dag minnast þess, að vér eigum í trú vorri
og von sameiginlega eign með þeim, sem komnir eru heim
á undan oss. Þegar vér biðjum Guð, munu þeir biðja með oss.
Þegar vér erum í hættu stödd, eða freistingum, munu þeir biðja
fyrir oss. Og þegar vér komum saman og höldum guðsþjón-
ustu hér í lágum jarðardölum, þá höldum vér hana í samíé-
lagi við þá, sem komnir eru fram fyrir hásæti Guðs og þjóna
honum dag og nótt í musteri hans.
Fagurlega er þeirri guðsþjónustu lýst hér í fextanum. »Þetta
eru þeir, sem komnir eru úr þrengingunni miklu, og hafa
þvegið skikkjur sínar og hvítfágað þær í blóði lambsins. Þess-
vegna eru þeir frammi fyrir hásæti Guðs, og þjóna honum
nótt og dag í musteri hans.................Eigi mun þá framar
hungra og eigi mun þá heldur framar þyrsta, og eigi mun heldur
sól brenna þá...........því að lambið, sem er fyrir miðju há-
sætinu, mun gæta þeirra og leiða þá til lifandi vatnslinda, og
Guð mun þerra hvert tár af augum þeirra!«
Þannig lýsir hann vitrun sinni, guðsmaðurinn, sem sá í sýn
himnana opna, og hefir birt oss það í líkingum, sem mann-
leg tunga fær ekki á annan veg lýst.
Þar drekka þeir af lifandi lindum Guðs unaðar, sem hér
hefir þyrst eftir réttlæti hans. Þar mettast þeir, sem hér hef-
ir hungrað. Þar huggast syrgjendur jarðlífsins fyrir hásæti
hans, sem mun þerra hvert tár. Þar þjóna honum guðshetjur
allra alda. Og þar sameinast menn af öllum þjóðum og kyn-
kvíslum og Iýðum og tungum til að syngja honum lof. Þar