Prestafélagsritið - 01.01.1927, Blaðsíða 90
82 Friðrik ]. Rafnar: Eftir dauðann. PrestaféiagsritiB.
skapað manninn fullkominn, en ekki undirgefinn synd og
þjáningu?
Einn af æðstu englunum svaraði: Maðurinn er mynd Guðs,
hefir frjálsan vilja, skilning, athafnafrelsi og ákvæðisrétt. Þess-
vegna er hann æðstur alls hins skapaða. Væri hann hins
vegar skapaður sem vél með ákveðnum gangi, eins og stjörnur
himinsins, gæti hann ekki notið samfélagsins við Guð. Slík
vera væri þræll tilverunnar, og því ófullkominn þrátt fyrir
fullkomleika sinn. Athafna og viljafrelsi gæti heldur ekki sam-
ræmst því. Vitanlega er maðurinn enn þá ófullkominn, en
hann verður það ekki að eilífu. En gegnum andlega baráttu,
og oft þjáningu, geta hæfileikar hans til fullkomnunar þroskast
til fulls. Sú tíð mun koma, að maðurinn þakkar Guði fyrir
eldraunir jarðlífsins.
Og sá tími nálgast óðum, að alt hið skapaða, sem enn þá
stynur undir ánauð forgengileikans og syndarinnar, þroskast
til dýrðar Guðs barna.
IX. Niðurlagsorð. Þetta, sem hér er sagt, er aðeins sýnis-
horn þess, sem höf. hefir verið opinberað. Enda segir hann
sjálfur, að hann hafi orðið að sleppa mörgu, vegna þess, að
hann yrði ekki skilinn þó hann reyndi að segja frá því.
Huggar hann lesarann að síðustu með því, að það verði ekki
svo langt þangað til hann fái að koma inn í andaheiminn,
og þá geti hann sjálfur bæði heyrt og séð það, sem þar sé.