Prestafélagsritið - 01.01.1927, Blaðsíða 55
Presiaféiagsritiö. Bráðabirgðatillögur. 47
Ég trúi á heilagan anda . . .
Þá segir presturinn — en söfnuðurinn stendur á meðan —:
Kæru ungu bræður og systur! Þér hafið nú opinberlega
játað vora kristnu trú, sem játuð var fyrir yðar hönd þegar
þér voruð skírð. Algóður Guð, sem hefir heyrt játningu yðar,
styrki yður og staðfesti í öllu góðu og gefi yður náð til þess,
að vaxa alla æfi í náð og þekkingu drottins vors og frelsara
]esú Krists.
En yður, kristinn söfnuður, fel ég þessi nýfermdu ungmenni.
Takið með gleði á móti þeim sem staðfestum játendum Jesú
Krists og limum kristins safnaðar. Varist að hneyksla þau,
hafa ilt fyrir þeim eða leiða þau afvega á nokkurn hátt; en
auðsýnið þeim nærgætni og kærleika, og ástundið með orð-
um og eftirdæmi að varðveita þau á vegi lífsins.
Vér viljum biðja!
Algóði faðir 'á himnum! Legg þú föðurlega blessun þína
yfir þessi ungmenni, sem hafa í dag ásamt oss játað trú sína
og staðfest skírnarsáttmála sinn. Gef þeim náð til að reynast
þér trú og staðföst í öllu góðu. Lát þau, þótt þau komist af
barnsaldrinum, aldrei hætta að vera þín börn. Varðveit þau í
elsku þinni og gef að þau megi, ásamt oss öllum, eignast
eilífa sælu í dýrðarríki þínu. Þess biðjum vér af öllu hjarta í
nafni drottins vors og frelsara Jesú Krists.
Faðir vor, þú sem ert á himnum . . .
Friður Guðs, sem er æðri öllum skilningi, varðveiti hjörtu
yðar og hugsanir yðar í samfélaginu við Krist Jesú! Amen.
Þá er sungið versið nr. 414, en presturinn fer fyrir altarið, hafi hann
farið frá því á mcðan hann framkvæmdi ferminguna.
Þá snýr presturinn sér að söfnuðinum og tónar eða segir:
Drottinn sé með yður.
Söfnuðurinn svarar:
Og með þínum anda.
Þá tónar eða les presturinn þessa kollektu:
Látum oss biðja:
Algóði himneski faðir! Af ríkdómi kærleika þíns á Jesú
Kristi hefir þú fyrir heilaga skírn kannast við oss sem börn