Prestafélagsritið - 01.01.1927, Blaðsíða 161
Prestafélagsritið.
FERÐAPRESTSSTARFIÐ.
Frá aðdraganda þess er sagf í Prestafélagsrifinu 1926, og hófsf það
þegar á því ári, þólt enn væri ekki um fjárveiting til þess að ræða úr
ríkissjóði.
Þá seint í júnímánuði báðu Ungmennaféiagar í Norðfirði mig að
koma og flytja erindi á samkomu hjá sér. Mér varð sú för til mikillar
ánægju. Samkomustaðurinn er hinn fegursti, skógarteigur inni í sveitinni
skamt frá Kirkjubóli og gnæfir Fönn yfir og önnur há fjöll með snjó f
hnúkum. Söguminningar og þjóðsagnir auka einnig á svipinn. Það er
sunnudagur, 27. júní, og veðrið bjart og blítt. Fólk tekur að streyma að
iöngu fyrir hádegi, bæði úr kaupstaðnum og sveitinni, og skiftir mörgum
hundruðum, enda er þetta aðalsamkoma Norðfirðinga. Ungmennafélagar
hafa reist tjaldbúð mikla og undirbúið alt vel. Samkoman hefst um há-
degi. Þá safnast fólkið inn í dálítinn hvamm, grasi vaxinn og skógar-
hríslum hér og hvar, þar tölum við, sem þess vorum beðnir, en sungi&
á milli eða hlé til annara skemtana. Góða áheyrendur fanst mér ég eiga
í hvamminum, enda munu fleiri hafa reynt það, sem til Norðfjarðar hafa
komið, að þar eiga ekki fáir heima, sem þyrstir að hlýða á andleg mál.
Við þetta varð mér sólskinið enn hlýrra og himininn dýpri og dýrlegri.
Leið svo dagurinn að kvöldi, og þannig vil ég einnig geyma minningu
hans.
Næsta ferð mín var til Skriðdæla hálfum mánuði síðar. Þar héldu
einnig Ungmennafélagar samkomu og völdu til þess skóginn unga á Stóra-
Sandfelli, sem hækkar óðum og breiðist út. Það var vel fallið, því að
skógurinn minnir á þroska sjálfra þeirra. Formaður þeirra, sem býr á
Sandfelli, er mikill áhugamaður um kristindómsmál, og fylgjast að hugur
og hönd. Hann hefir einnig mannval við hlið sér ungra manna. Enda
fór samkoman vel fram. Guðsþjónusta var haldin í rjóðri í skóginum,
og prédikaði sóknarpresturinn. Seinna flutti ég erindi. Fjöldi fólks var
við, úr næstu sveitum og víðar að.
í mánaðarlokin fór ég suður í Breiðdal eftir beiðni þaðan. Sá ég
hann þá fyrsta sinni og hló hugur við svo fagurri og björgulegri sveií,
sem geymir fjölda mikilla verkefna öldum og óbornum. Ungmennafélag
er þar og í því allur þorri fólksins í dalnum, jafnt ungir sem gamlir.