Prestafélagsritið - 01.01.1927, Blaðsíða 174
166 Ásm Guðm.: Ferðaprestsstarfið. Prestafélagsritiö.
En viðstaðan var litlu lengri en guðsþjónustan stóð \í\r. Fjöldi fólks
var í hinni miklu og veglegu kirkju, og urðum við þar einni hlýrri og
bjartri minningu auðugri um veruna í Eyjafirði. Daginn eftir að kvöldi
fórum við þaðan á leið til Reykjavíkur og komum þangað 4. ágúst.
Síðan hefi ég prédikað í kirkjum hér í grendinni, á Akranesi (flutti
einnig erindi þar), Hvalsnesi og í Keflavík. Var aðsókn alstaðar hin
bezta, og hlýjar viðtökur.
Það er ekki mitt að dæma, hversu ferðaprestsstarfið hefir tekist. En
það er von mín og margra annara, að það leggist ekki niður. Rétt mun,
að skifta nokkuð um ferðapresta, enda völ ýmissa góðra manna. Eg hygg,
að þjóðin muni ekki vilja vera án þessa starfs, er reynsla hefir fengist
fárra ára, og því verða þing og stjórn að hlúa þar að eftir megni.
Reykjavík, í ágústmánuði 1927.
Ásmundur Guðmundsson.
KIRKjUMÁL Á ALÞINGI 1927.
Eftir séra Magnús Jónsson dócent.
Kirkjumál voru fá fyrir þessu þingi.
1. Merkasta málið var endurreisn Mosfellsprestakalls í Mosfellssveit.
Það var fyrir nokkru orðið augljóst, að sameining sú, sem fyrirhuguð
var í prestakallalögunum frá 1907, þar sem leggja átti Viðeyjar- og Lága-
fellssóknir undir Reykjavík, var orðin öldungis fjarstæð. Fólksfjöldinn
í Reykjavík orðinn svo mikill, að prestarnir komast alls ekki yfir meira
verk. Hefir undanfarin ár verið settur prestur til þess að þjóna presta-
kallinu, en nú bar stjórnin fram frumv. um endurreisn prestakallsins.
Málið gekk talsvert skrykkjótt á þinginu, því að ýmsar tilraunir voru
gerðar til þess að stytta því aldur. Meðal annars kom fram tillaga um
það, að sameina Mosfell og Þingvelli! En er það tókst ekki, var reynt
að sameina prestakallið við Reynivelli. Ollum þessum tilraunum tókst
þó að hrinda, og var málið samþykt.
2. Einkennilegt var það, að í sömu andránni var samþykt, að selja
væna skák af landi Mosfells. Er það að vísu kallað heiðaland, en á
næstu árum á að leggja veg þar um, áleiðis til Þingvalla, og fanst því