Prestafélagsritið - 01.01.1927, Blaðsíða 63
Presiafélagsritiö.
Bráðabirgðatillögur.
55
2. Nefndin hugsar sér, að nokkrar breytingar verði gerðar
á pistlum sunnu- og helgidaganna, þannig að sumum núver-
andi pistlum verði slept, en í staðinn settir 1. Kor. 13 og
fleiri fagrir pistlakaflar, sem gleymst hafa áður. Nokkrar
breytingar hugsar hún sér einnig í vali guðspjallstextanna.
3. Nefndin hugsar sér að saminn verði formáli fyrir föstu-
guðsþjónustum, og fyrir sérstökum altarisgönguguðsþjónustum,
sem nota megi einnig á virkum dögum.
4. Sumir nefndarmenn óska, að hin almenna kirkjubæn
endi á bæn fyrir dánum, eitthvað í þessa átt: »Vert þú náð-
ugur öllum þeim, sem hafa gengið um dauðans dyr og yfir-
gefið þetta jarðlíf; lát ljós auglitis þíns lýsa þeim og veit þeim
þinn eilífa frið og fögnuð, fyrir drottin vorn og frelsara
Jesú Krist«.
5. Óskir komu fram um að breyta á tveim stöðum orða-
lagi á trúarjátningunni þannig, að í stað »píndur undir Pont-
íusi Pílatusi® komi: »píndur á dögum Pontíusar Pílatusar*, og í
stað »upprisu holdsins* komi: »upprisu líkama« eða »upprisu
dauðra«. — Ástæður fyrir fyrri breytingunni voru færðar þær
einar, að »undir« væri óeðlilegt í íslenzku máli og mörgum
torskilið, »á dögum« væri í samræmi við þýðinguna á Lúk.
4,27. og Post. 11,28., þar sem sama orðið kemur fyrir og
notað er þarna í játningunni og í líku sambandi. — En
ástæður fyrir síðari breytingunni voru meðal annars þær færð-
ar, að orðið »hold« væri í Nýja-testamentinu þráfaldlega notað
um það í eðli mannsins, sem syndinni er háð og ekki getur
erft guðsríki, en þar aftur á móti bæði talað um andlegan
líkama og upprisu dauðra. Níkeu-játningin hefir einnig »upp-
risu dauðra« og í Aþanasíusar-játningunni stendur, að allir
menn verði »að rísa upp með líkami sína«. En til þess að
sýna fram á, að ekki sé neitt einstætt þótt þessu orði sé
breytt hjá oss, má benda á, að sænska kirkjan hefir »upprisu
dauðra« í þessum lið postullegu trúarjátningarinnar, en sam-
kvæmt helgisiðabók ensku biskupakirkjunnar eru, orðin »upp-
risu líkamans« höfð í trúarjátningunni við hverja almenna guðs-
þjónustu. En finnist einhverjum að ekki sé leyfilegt, að hreyfa