Prestafélagsritið - 01.01.1927, Blaðsíða 179
Prestafélagsritið.
Prestafélagið.
171
síðastliðnu starfsári, rædd félagsmál og bornar upp tillögur til breytinga
á lögum félagsins. Auk viðaukans við 7. gr., sem nefndur hefir verið,
var samþykt að 2. gr. verði orðuð þannig: „Félagið vill glæða áhuga
presta á öllu því, er að starfi þeirra lýtur og samvinnu í andlegum mál-
um þjóðarinnar, vera málsvari hinnar íslenzku prestastéttar og efla hag
og sóma hennar inn á við og út á við“. — Verða Iögin með áorðnum
breytingum bráðlega prentuð á ný og send öllum félagsmönnum. —
Stjórn félagsins var endurkosin:
Prófessor Sigurður P. Sívertsen, formaður.
Prófastur Arni Björnsson.
Dómkirkjuprestur Bjarni Jónsson.
Séra Friðrik Hallgrímsson, skrifari.
Præp. hon. Skúli Skúlason, féhirðir,
Endurskoðendur voru einnig endurkosnir: séra Friðrik J. Rafnar og
præp. hon. Kristinn Daníelsson.
Menn eru beðnir að snúa sér til præp. hon. Skúla Skúlasonar, Berg-
staðastræti 9, með alt, er varðar fjármál félagsins og afgreiðslu bóka þess.
Reykjavík 3. sept. 1927.
S. P. Sívertsen.
ERLENDAR BÆKUR
SENDAR TIL UMSAGNAR.
Danskar bækur.
Michael Neiiendam: „Frikirker og Sekter". Khöfn 1927. (Q. E. C.
Gads Forlag).
Rit þetta þyrftu allir prestar að eignast, því að það hefir inni að
halda fróðleik, sem hverjum presti er nauðsynlegur á vorum dögum, þar
sem svo mikið er um ýmiskonar trúarflokka, er gera sér far um að
vinna sér áhangendur innan kirkjunnar og leita þar hvað helzt á, sem
í hlut eiga alvörugefnar og trúhneigðar, en jafnframt óupplýstar sálir.
Sem eðlilegt er, leita þessar sálir oft til prestsins síns í því skyni að
fá fræðslu um þessar nýju kenningar, sem verið er að halda að þeim,
og þá er ávalt leitt fyrir hlutaðeigandi prest að verða að játa getuleysi
sitt til að leiðbeina sóknarbarninu sínu. Þessvegna tel ég rit þetta nauð-
synlegt fyrir presta öðrum fremur. En það er ekki síður „girnilegt til
fróðleiks" fyrir leikmenn, sem hafa til brunns að bera hin nauðsynlegu
þekkingarskilyrði, aðallega dönsku-kunnáttu, því að annara skilyrða ger-