Prestafélagsritið - 01.01.1927, Blaðsíða 114
106 Sigurður P. Sívertsen: PrestaféUgsritið.
þekkir nokkur föðurinn nema sonurinn, og sá er sonurinn
vill opinbera hann«.
Þá eru tvö líkingarummæli ]esú, þar sem sonarvitund hans
óbeinlínis kemur fram. Onnur eru í dæmisögunni um vín-
garðinn (Mark. 12, 6. og hliðst.). Þar talar hann um elskað-
.an son, sem víngarðsmaðurinn, þ. e. Guð, sendi síðastan, eft-
ir að hann áður hafði sent spámennnina sem þjóna sína. Hin
eru í dæmisögunni um brúðkaup konungssonarins. Þar er
gæðum guðsríkisins líkt við brúðkaupsveizlu, og dæmisagan
byrjar með því að segja, að himnaríki sé líkt konungi, er
gerði brúðkaup sonar síns.
Þá eru 4 frásögur, sem hér koma til greina: Skírnar- og
freistingarsagan, frásagan um ummyndunina á fjallinu og um
réttarhaldið hjá æðsta prestinum. — í skírnarsögunni eru það
■orðin: »Þú ert minn elskaði sonur«, sem ætla verður að berg-
málað hafi í huga Jesú. — í freistingarsögunni eru orðin :
»Ef þú ert Guðs sonur<— I frásögunni um ummyndunina
á fjallinu er sagt frá röddinni, er kom úr skýinu og sagði:
»Þessi er minn elskaði sonur«. — Frá réttarhaldinu segir Mark-
ús svo, að æðstipresturinn hafi spurt Jesú, hvort hann væri
hinn Smurði, sonur hins blessaða. Kemur öllum samstofna
guðspjöllunum saman um, að Jesús við réttarhaldið hafi svar-
að þeirri spurningu játandi.
Auk þessara nefndu staða koma til athugunar orð þeirra,
sem gengu fram hjá Jesú, er hann hékk á krossinum, last-
mæltu honum og báru það fram, að hann hefði sagst vera
Guðs sonur.
Vér hljótum af nefndum ummælum fyrstu þriggja guðspjall-
anna að álykta, að Jesús hafi nefnt sig son Guðs, soninn, en
þó sjaldan notað það heiti um sig og bersýnilega fremur
forðast það. Má því til stuðnings benda á, að Jesús lagði
ríkt á við óhreinu andana, sem 3. kap. Mark. skýrir frá að
æpt hafi og sagt, að hann væri sonur Guðs, að þeir gerðu
hann ekki kunnan. Og samkvæmt Mark. 14, 62. breytti Jesús
Æim í svari sínu til æðstaprestsins og viðhafði orðið manns-