Prestafélagsritið - 01.01.1927, Blaðsíða 96
Prestafélagsritið.
KIRKJUDAGSRÆÐA,
flutt á Allra heilagra messu á Akranesi.
Eftir séra Þorstein Briem.
Eftir þetta sá ég, og sjá: Mikill múgur, sem enginn gat fölu á komið
af alls kyns fólki og kynkvíslum og lýðum og fungum. Þeir stóðu frammi
fyrir hásætinu og frammi fyrir lambinu, skrýddir hvítum skikkjum, og
höfðu pálma í höndum. Og þeir hrópa hárri röddu og segja: Hjálpræðið
heyrir til Guði vorum, sem í hásætinu situr, og lambinu. Og allir engl-
arnir stóðu kring um hásætið og öldungana og verurnar fjórar, og þeir
féllu fram fyrir hásætið á ásjónur sínar, og tilbáðu Guð og sögðu: Amen,
lofgjörðin og dýrðin, og vizkan og þakkargjörðin og heiðurinn og mátt-
urinn og krafturinn sé Guði vorum um aldir alda, amen. Og einn af
öldungunum tók til máls og sagði við mig: Þessir, sem skrýddir eru
hvítu skikkjunum, hverjir eru þeir, og hvaðan eru þeir komnir? Og ég
sagði við hann: Herra minn, þú veizt það. Og hann sagði við mig: Þetta
eru þeir, sem komnir eru úr þrengingunni miklu, og hafa þvegið skikkjur
sínar og hvítfágað þær í blóði lambsins. Þessvegna eru þeir frammi fyrir
hásæti Guðs, og þjóna honum dag og nótt í musteri hans; og sá sem í
hásætinu situr mun tjalda yfir þá. Eigi mun þá framar hungra, og eigi
mun þá heldur framar þyrsta, og eigi mun heldur sól brenna þá, né
nokkur hiti; þvi að lambiö, sem er fyrir miðju hásætinu, mun gæta þeirra
og leiða þá til Iifandi vatnslinda, og Guð mun þerra hvert tár af augum
þeirra.
Opinberun Jóhannesar 7, 9.—17.
Á gullöld íslenzkra menta átti kirkja vor m. a. tvær helgar,
sem nú eru að mestu gleymdar. Það voru kirkjudagurinn og
Allra heilagra messan.
Vér höfum, hér í þessum söfnuði, reynt að endurvekja
þessa fornu helgi frá frægðaröld þjóðlífsins, með því að halda
saman kirkjuhátíð og Allra heilagra messu.