Prestafélagsritið - 01.01.1927, Blaðsíða 120
112 Sigurður P. Sívertsen: PrestaféiaSsritið.
Ein skoðunin, sem kemur fram í Nýja-testamentinu, er sú,
að Jesús við upprisuna hafi verið getinn sonur Guðs. Birtist
sú skoðun í orðum Páls í Post. 13, 33.; Róm. 1, 4.; Fil. 2, 9.;
sbr. Post. 2, 36. Guðs sonur er í þessum ummælum haft um
Jesú sem Messías og því þar haldið fram, að hann við upp-
risuna hafi verið getinn Guðs sonur í þeirri merkingu.
Önnur skoðun kemur fram í ummælunum um skírn Jesú í
Lúk. 3, 22. í leshættinum, sem er neðanmáls í biblíuútgáfunni
1912: »Þú ert minn elskaði sonur, í dag hefi eg getið þig«.
Einnig í Post. 10, 38.: »söguna um Jesú frá Nazaret, hversu
Guð smurði hann heilögum anda og krafti« — sé þar átt
við skírnina (sbr. Post. 4, 27.). Þessi hugsun um að skírnar-
dagur Jesú sé fæðingardagur Messíasar, hélst í fornkirkjunni
meðan »epífaníuhátíðin« (6. jan.) var haldin bæði sem fæð-
ingarhátíð Krists og til minningar um skírn hans.
Þriðja skoðunin er sú, að Jesús hafi orðið sonur Guðs
við fæðinguna, fyrir yfirnáttúrlegan getnað sinn.
En fjórða skoðunin á því, hvenær Jesús hafi orðið Guðs son-
ur, felst í fortilverukenningunni, sem glegst kemur fram í bréf-
um Páls- og Jóhannesarguðspjalli. Samkvæmt kenningu Páls var
Kristur fyrri en alt; hann var á undan jarðlífi sínu hjá Guði;
hann var í Guðs mynd, hinn himneski maður. Hann kom frá
himni til jarðar vorrar, gjörðist fátækur vegna vor mannanna,
þótt ríkur væri, til þess að vér auðguðumst af fátækt hans
(1. Kor. 8. og 10. kap., 2. Kor. 8., Kól. 1. og Fil. 2. kap.).
— I Jóhannesarguðspjalli kemur fortilverukenningin þegar
fram í formálanum, þar sem talað er um Logos, orðið, sem
var í upphafi, var hjá Guði og var Guð, — og varð hold og
bjó með oss, fullur náðar og sannleika.
Eins og af þessu sést, er ekkert eitt fullnaðarsvar að finna
í Nýja-testamentinu við spurningunni um, hvenær Jesús hafi
orðið Guðs sonur. Annars vegar er talið, að hann hafi orðið
það við inngöngu sína í jarðlífið, við skírn sína eða uppris-
una eftir krossdauðann, — en hins vegar, að hann hafi verið
það frá eilífð — og þá vitarllega í andlegri merkingu. —
Hefir kirkjukenningin lengst af sameinað fortilveruskoðunina